Efni fyrir fjölmiðla
Hér til hliðar má finna lykilfólk félagsins til upplýsingagjafar. Þarna er um að ræða stjórnarmeðlimi, formenn samninganefnda og einnig lykilfólk á ýmsum sviðum sjúkraþjálfunar, sem getur gefið haldgóðar upplýsingar um málefni síns sviðs.
Engan veginn er um tæmandi lista að ræða. Um allt land starfa hæfir sjúkraþjálfarar sem hafa frá ýmsu að segja og geta bæði veitt góð ráð, fræðslu og upplýsingar um margvísleg málefni sem tengjast heilsu og vellíðan. Við hvetjum ykkur til að skoða félagaskrána, þar sést hversu viðmikla og víðfeðma reynslu og þekkingu sjúkraþjálfarar hafa.
Hver erum við? Hvað gerum við?
Sjúkraþjálfarar eru sérhæfðir í hreyfigreiningu, þjálfun og forvörnum. Þeir greina hreyfivanda og annan vanda sem aftrar fólki frá því að vera virkt og sjálfstætt.
Sjúkraþjálfarar vinna einnig með fólki sem hefur orðið fyrir slysum eða þjáist af langvarandi sjúkdómum. Sjúkraþjálfarar starfa með fötluðu fólki og einnig að forvörnum og meðhöndlun íþróttafólks. Þeir finna leiðir fyrir fólk til aukinnar þátttöku með meðferð, endurhæfingu, þjálfun og hvatningu.
Þetta gera sjúkraþjálfarar annars vegar með sérstakri meðhöndlun og hins vegar með öruggri og viðeigandi æfingaforskrift.
Skýrslur sem Félag sjúkraþjálfara hefur gefið út
Í september 2023 gaf Félag sjúkraþjálfara út skýrslu sem varpaði ljósi á hagkvæmni sjúkraþjálfunar í þjóðhagslegu samhengi.
Skýrsluna má nálgast hér: