Íþróttameiðsl
Fyrirsagnalisti
Konur, heilsurækt og grindarbotninn
Sem sjúkraþjálfari á sviði kvennaheilsu og þvagfæravandamála hef ég kynnst mörgum konum, ungum sem öldnum sem leita sér aðstoðar vegna veikleika sem í sumum tilfellum (en ekki öllum) tengjast barneignum og hafa dregið úr styrk grindarbotnsvöðva svo fátt eitt sé talið. Það getur skapað vandamál sem draga úr lífsgæðum og frelsi kvenna til þátttöku í athöfnum sem krefjast áreynslu.
Lesa meira8 algeng meiðsli hjá hlaupurum
Langvarandi verkur í hné
Stór hluti daglegra athafna krefst hreyfinga um liðamót í neðri útlimum. Þegar verkir koma fram í einu eða fleirum þessara liðamóta við hreyfingar sem við teljum sjálfsagðar fer það fljótt að hafa slæm áhrif á heilsu og líðan. Vel þekkt eru hnévandamál meðal þeirra sem stunda hlaup, crossfit, lyftingar og aðrar íþróttir með mikilli ákefð en rannsóknir hafa einnig sýnt að 1 af hverjum 5 glímir einhvern tímann á lífsleiðinni við vandamál tengt hnjám hvort sem þeir stunda íþróttir eða ekki.
Lesa meiraBrjósklos
Bakverkir eru mjög algengt vandamál. Rannsóknir sýna að 75% fólks fær bakverki einhvern tíma á ævinni, í flestum tilfellum eru þessir verkir tiltölulega meinlausir og einungis 1-3% fá það sem kallast brjósklos.
Lesa meiraPiriformis syndrome
Peruvöðvinn (M.Piriformis) er lítill vöðvi sem á upptök á spjaldbeininu og fer í gegnum settaugargatið (sciatic notch) og festist á stóru lærhnútu (trochanter major) á lærleggnum. Vöðvinn gegnir því hlutverki að aðstoða við að snúa lærleggnum út á við. Þar sem vöðvinn fer í gegnum settaugargatið fer einnig stærsta og lengsta taug líkamans, settaugin (sciatica nerv). Í 10% tilfella liggur settaugin í gegnum peruvöðvann.
Lesa meira