Að brúka bekki
Samstarfsverkefni félags sjúkraþjálfara og eldri borgara
Verkefnið gengur út á að komið sé fyrir hvíldarbekkjum á gönguleiðum nálægt félagsmiðstöðvum eldri borgara.
Nánar um verkefniðSjúkraþjálfarar greina og meðhöndla hreyfitruflanir og orsakir þeirra, hjá fólki sem er allt frá því að vera rúmliggjandi á sjúkrahúsum til þess að vera keppnisfólk í íþróttum. Þar að auki fást sjúkraþjálfarar við að koma í veg fyrir eða draga úr afleiðingum áverka, álagseinkenna, sjúkdóma og lífsstíls sem með truflun á hreyfingu geta raskað lífi einstaklingsins.
Lesa meiraSem sjúkraþjálfari á sviði kvennaheilsu og þvagfæravandamála hef ég kynnst mörgum konum, ungum sem öldnum sem leita sér aðstoðar vegna veikleika sem í sumum tilfellum (en ekki öllum) tengjast barneignum og hafa dregið úr styrk grindarbotnsvöðva svo fátt eitt sé talið. Það getur skapað vandamál sem draga úr lífsgæðum og frelsi kvenna til þátttöku í athöfnum sem krefjast áreynslu.
Lesa meiraStór hluti daglegra athafna krefst hreyfinga um liðamót í neðri útlimum. Þegar verkir koma fram í einu eða fleirum þessara liðamóta við hreyfingar sem við teljum sjálfsagðar fer það fljótt að hafa slæm áhrif á heilsu og líðan. Vel þekkt eru hnévandamál meðal þeirra sem stunda hlaup, crossfit, lyftingar og aðrar íþróttir með mikilli ákefð en rannsóknir hafa einnig sýnt að 1 af hverjum 5 glímir einhvern tímann á lífsleiðinni við vandamál tengt hnjám hvort sem þeir stunda íþróttir eða ekki.
Lesa meiraVerkefnið gengur út á að komið sé fyrir hvíldarbekkjum á gönguleiðum nálægt félagsmiðstöðvum eldri borgara.
Nánar um verkefnið