Uppfærsla einingaverðs sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara samkvæmt nýsamþykktum samningi

Eftirfarandi upplýsingar voru sendar félagsfólki í tölvupósti 31.5.24

31.5.2024

Viðbótargjöld falla niður frá og með 1. júní 2024

Umræddar upplýsingar varða sjálfstætt starfandi félaga í Félagi sjúkraþjálfara.

Líkt og upplýst hefur verið og kemur fram í nýsamþykktum samningi þá verður einingaverð eldri gjaldskrár hækkað þann 1. júní 2024 og samhliða munu viðbótargjöld sjúkraþjálfara vegna samningsleysis falla niður.

Einingafjöldi að baki meðferðarliðum helst óbreyttur en einingaverðin munu hækka þann 1. júní og aftur 1. júlí. 

Nýr samningur og gjaldskrá mun svo taka gildi 1.október 2024 og gert er ráð fyrir sjúkraþjálfarar hafi undirritað þjónustusamning við Sjúkratryggingar sbr.

Þar sem sjúkraþjálfarar munu ekki innheimta viðbótargjald frá og með 1.júní, þá þurfa stjórnendur hvers fyrirtækis að fara inn á stjórnendaaðganginn og taka út sjálfgefna gjaldaliði í grunnstillingum hvers sjúkraþjálfara með því að velja „ Ekkert valið“ – sjá mynd