15 ára afmælisráðstefna Virk

31.5.2023

Haldin í Hörpu í dag 31. maí 2023


Í dag var haldin 15 ára afmælisráðstefna Virk starfsendurhæfingar. Guðmundur Ingi Guðbrandsson Félags- og vinnumarkaðsráðherra setti daginn og ræddi í stórum dráttum þær breytingar sem verið er að vinna í að koma inn í nýja löggjöf um örorku og endurhæfingarlífeyri. Hann segist bjartsýnn á að frumvarpið komi fyrir þingið í sumar.

20230531_091858

Vigdís Jónsdóttir framkvæmdastjóri Virk fór yfir sögu virk í stuttu máli, en sjóðurinn hefur tekið miklum breytingum frá því hann var stofnaður 2018 þegar Vigdís var eini starfsmaðurinn, fram til dagsins í dag þegar fjöldi manns starfar hjá virk og um 21.000 manns hafa fengið þjónustu hjá Virk og 16.000 manns lokið þjónustu.

20230531_093331

Margrét Linda Ásgrímsdóttir, deildarstjóri hjá Vinnumálastofnun kynnti margvíslega starfsemi stofnunarinnar, en þar stóð kanski helst upp úr sú nýbreytni að bendi skimunar- og greiningarlistar til þess að þörf sé á endurhæfingu (hjá þeim sem hafa verið á atvinnuleysisskrá lengur en í 12 mánuði) getur stofnunin nú vísað þessum einstaklingum beint til starfsendurhæfingar í virk án aðkomu heimilislæknis.

Gegnum gangandi þema í ávörpum dagsins er það að vinnustaðir og vinnuveitendur þurfa að taka sér stærra hlutverk í starfsendurhæfingu.

Dr. Emile Tompa ræddi svo um efnahagslegt tap þjóða af því að útiloka fólk með mismunandi færni af vinnumarkaðnum. Hann segir að í Kanada hafi mest athygli verið á það að gera fólk tilbúið í vinnun en það hefur ekki mikið verið unnið með að gera vinnustaði og vinnuveitendur tilbúna og í stakk búna að hafa fólk með mismunandi þarfir í vinnu. Ávarpið hans var áhrifaríkt og sýndi hann myndbönd af fólki með fatlanir sem hefur komist inn á vinnumarkað og verið tekið fagnandi sem verðmiklu starfsfólki vegna þeirra fötlunar og þeirra sérfræðiþekkingu sem henni fylgir.

20230531_100905

Dr. Sandra Brouwer sagði frá hvernig. Starfsendurhæfingu er háttað í Hollandi, og þar er endurhæfingin samstarfsverkefni starfsmanns og vinnuveitanda. Þegar þetta fyrirkomulag var sett á fækkaði umsóknum um örorku margfalt. Þar í landi var byrjað á verkefni í starfsendurhæfingu þar sem litið var svo á að starfsendurhæfing væri tveggja ára ferli, þar sem ekki er fari í örorkumat fyrr en eftir um eitt og hálft ár, en áður var álitið að þröskuldurinn inn á örorku væri of lágur og hvatar og tækifæri til starfsendurhæfingar of lítil.

20230531_131149

Jónína Waagfjörð fjallaði í sínu erindi um atvinnutengla Virk og benti á að allar rannsóknir í dag segja að því meira samband sem þú hefur við vinnustaðinn þinn því meiri líkur eru á því að þú komist aftur til vinnu – þetta er því gríðarlega mikilvægt verkefni. Þá talaði hún einnig um vinnu sem úrræði í starfsendurhæfingu og líklega verður það stór hluti af starfsendurhæfingu í framtíðinni.

Það er ljóst að tækifæri í starfsendurhæfingu eru ýmiss og mikilvægt að við höldum áfram að fygjast með framþróun í þessum vísindum til hagsbótar fyrir okkur öll. Við óskum Virk starfsendurhæfingu til hamingju með 15 ára afmælið!