Að loknum Degi sjúkraþjálfunar 2018

Vel heppnaður dagur að baki

20.3.2018

Vel heppnaður dagur að baki


Dagur sjúkraþjálfunar var haldinn föstudaginn 16. mars sl á Hótel Nordica. Aðalræðumaður dagsins var Mark Comerford og var hann einnig með námskeið í framhaldi af deginum eins og tíðkast hefur.

Ríflega 330 sjúkraþjálfarar sóttu daginn að þesssu sinni, sem er yfir 50% íslenskra sjúkraþjálfara. Arna Harðardóttir stýrði morgundagskrá af snilld. Eftir erindi Comerford voru fjögur örerindi um hreyfingu sem meðferðarform og að lokum ræddi Unnur Pétursdóttir, formaður FS um framtíð sjúkraþjálfunar.

Í hádegi voru haldnir fjölmennir tengslahittingar og svo tók við hefðbundin fræðileg dagskrá í 3 sölum. Að því loknu var aftur safnast saman og veittar viðurkenningar og þakkir.

 

Sérfræðileyfi frá Landlækni á síðasta ári hlutu:

Berglind Helgadóttir - Heilsugæsla, heilsuefling og vinnuvernd
Kolbrún Vala Jónsdóttir - Íþróttasjúkraþjálfun
Marrit Meintema - Barnasjúkraþjálfun
Guðrún Gestsdóttir - Taugasjúkraþjálfun
Freyja Hálfdánardóttir - Stoðkerfissjúkraþjálfun – Bæklun

 

Styrki úr Vísindasjóði Félags sjúkraþjálfara hlutu:

Sigurlaug Mjöll Jónasdóttir: Vestibular/Ocular Motor Screening - Hreyfiskimun á sjónræna hluta andarkerfis

Haukur Már Sveinsson: Kynbundinn munur í framkvæmd gabbhreyfinga og fallhoppa hjá ungum börnum og áhrif mjaðmarstyrks.

Steinunn A. Ólafsdóttir: Einkenni sjúklinga í kjölfar heilaslags sem búa í heimahúsum og þróun og prófun á ActivABLES til athafnamiðaðra heimaæfinga og heilsueflandi líkamsþjálfunar.

Hvatningaverðlaun félagsins hlutu að þessu sinni eftirtaldir aðilar:

Gagnanefndin  - nefnd sem hefur haft veg og vanda af því að koma Gagna-samskiptakerfinu í gagnið.

Auður Ólafsdóttir
Haraldur Sæmundsson
Ragnar Friðbjarnarson

Brautryðjandinn  - fyrsti sjúkraþjálfarinn sem ráðinn er til heilsugæslu sem fyrsti móttökuaðili í heilbrigðiskerfinu

Þóra Elín Einarsdóttir – HSA

Þakkir til stjórnarmeðlima sem kvöddu á síðasta aðalfundi félagsins:
Veigur Sveinsson – varaformaður
Arna Steinarsdóttir - ritari

Eftir amk. 10 ár í kjaranefnd launþega
Arnbjörg Guðmundsdóttir

Í lokin var framakvæmdanefnd um Dag sjúkraþjálfunar kölluð upp á svið og þakkað fyrir frábæran dag. Nefndina skipuðu í ár:

Helga Ágústsdóttir
Steinnunn A. Ólafardóttir
Andri Helgason

Og ekki má gleyma frábærum samstarfsaðilum hjá Iceland Travel, sem voru að þessu sinni fengin til að sjá um praktíska þætti dagsins.

Að þessu loknu tók við lokahóf, þar sem Björn Bragi frá Mið-Íslandi kom og sagði vel valin orð og Óskar Einarsson, píanisti skapaði notalega stemningu.

Myndir frá deginum má sjá á facebook-síðu félagsins.