Aðalfundarboð 2025
Aðalfundur Félags sjúkraþjálfara verður haldinn fimmtudaginn 3.apríl kl 17:00
Fundarstaður er Borgartún 27, 3.hæð (nýr salur fræðslunefndar FS)
Fundurinn verður einnig aðgengilegur á TEAMS fyrir þá sem skrá sig sérstaklega.
Aðalfundur Félags sjúkraþjálfara verður haldinn fimmtudaginn 3.apríl kl 17:00
Fundarstaður
er Borgartún 27, 3.hæð (nýr salur fræðslunefndar FS)
Fundurinn
verður einnig aðgengilegur á TEAMS fyrir þá sem skrá sig sérstaklega.
Dagskrá aðalfundar verður skv. lögum félagsins:
- Kosning fundarstjóra og fundarritara
- Skýrsla stjórnar og nefnda ums törf félagsins á liðnu ári
- Reikningsskil
- Fjárhagsáætlun og ákvörðun félagsgjalda
- Tillögur félagsstjórnar
- Kosning formanns og stjórnar
- Kosning tveggja skoðunarmanna
- Kosning í kjaranefnd félagsins
- Kosning í nefndir
- Lagabreytingar
- Önnur mál
Fundargögn hafa verið send út á póstlista Félags sjúkraþjálfara og eru einnig aðgengileg á innri vef Félags sjúkraþjálfara. Fundargögn eru lagabreytingartillögur stjórnar FS, tillaga félagsstjórnar er varðar Vísindasjóð fagdeildar og tillaga að uppfærðum starfsreglum Vísindasjóðs fagdeildar.
Ársreikningar og önnur gögn munu einnig liggja fyrir á innri vef heimasíðu félagsins fyrir fundinn (www.sjukrathjalfun.is) Athugið að félagsfólk þarf að nýskrá sig á síðuna í fyrsta skipti sem innskráð er á innri vef síðunnar. Notið til þess kennitölu án bandstriks og það netfang sem þið notið í samskiptum við félagið.
Skv. lögum félagsins á allt félagsfólk rétt til setu á aðalfundi. Þau sem vilja vera í streymi þurfa að skrá sig sérstaklega með því að senda tölvupóst á sjukrathjalfun@sjukrathjalfun.is og munu þátttakendur fá sendan fundarhlekk sendan. Skráningarfrestur í streymi verður til 12:00 þann 2.apríl og verður fundarhlekkurinn sendur út fyrir fundinn. Notast verður við samskiptaforritið TEAMS og verður fundurinn opnaður minnst 15.mín fyrir setningu fundar.
Upplýsingar sem áður hafa verið sendar út er varðar laus embætti á komandi aðalfundi verða einnig aðgengileg á innri vef félagsins. Við viljum minna á að eingöngu er hægt að bjóða sig fram á aðalfundinum sjálfum í þau embætti sem ekki hafa borist framboð til fyrir fundinn. Við hvetjum áhugasama um að kynna sér lausar stöður og upplýsingar til að tilkynna framboð. Frekari upplýsingar veitir skrifstofa félagsins (sjukrathjalfun@sjukrathjalfun.is) Jákvætt er að framboð hafa borist í ýmis þessara embætta en við fögnum ávalt áhuga félagsfólks að taka þátt í starfi félagsins.