Aðalfundur 2018 – formannskjör
Formaður býður sig fram til endurkjörs
Formaður býður sig fram til endurkjörs
Aðalfundur Félags sjúkraþjálfara verður haldinn þann 22. febrúar 2018. Á síðasta aðalfundi voru gerðar lagabreytingar þess efnis að hámarksseta formanns var afnumin og í kjölfarið settar starfsreglur um kjör formanns og til annarra trúnaðarstarfa fyrir félagið.
Í samræmi við þær reglur hefur sitjandi formaður, Unnur Pétursdóttir, tilkynnt stjórn að hún bjóði sig fram til endurkjörs sem formaður Félags sjúkraþjálfara til næstu tveggja ára, þ.e. kjörtímabilið 2018-2020.
Vakin er athygli á að önnur framboð til formanns þurfa að berast ritara félagsins í síðasta lagi 6 vikum fyrir áætlaðan aðalfund, þ.e. þann 11. janúar 2018, margret.sigurdardottir@hrafnista.is
Starfsreglur varðandi kosningar innan félagsins:
Stjórn Félags sjúkraþjálfara