Aðalfundur 2018 - málþing

Aðalfundur FS verður haldinn þann 22. febrúar 2018 kl 17.30

8.2.2018

Aðalfundur FS verður haldinn þann 22. febrúar 2018 kl 17.30


Aðalfundarboð 2018

Aðalfundur Félags sjúkraþjálfara verður haldinn fimmtudaginn 22. febrúar 2018 í húsnæði BHM að Borgartúni 6, Reykjavík, kl 17.30.

Aðalfundurinn verður sendur út í streymi – nánari uppl. berast síðar.

 

Dagskrá aðalfundar verður skv. lögum félagsins:

Kosning fundarstjóra og fundarritara
1. Skýrsla stjórnar og nefnda um störf félagsins á liðnu ári
2. Reikningsskil
3. Fjárhagsáætlun og ákvörðun félagsgjalda
4. Tillögur félagsstjórnar
5. Kosning formanns og stjórnar
6. Kosning tveggja skoðunarmanna
7. Kosning í kjaranefnd félagsins
8. Kosning í nefndir
9. Lagabreytingar
10. Önnur mál

Skýrslur stjórnar og nefnda verða settar á innri vef heimasíðunnar, www.physio.is þegar nær dregur ásamt öðrum aðalfundargögnum. Athugið að félagsmenn þurfa að nýskrá sig á síðuna í fyrsta skipti sem þeir innskrá sig á innri vef síðunnar. Notið til þess kennitölu án bandstriks og það netfang sem þið notið í samskiptum við félagið. Þess ber að geta að stjórn leggur ekki fram lagabreytingatillögur að þessu sinni og engar tillögur hafa borist frá félagsmönnum.

Að lokum aðalfundi verður boðið upp á léttan kvöldverð og í framhaldi verður ör-málþing um framtíð sjúkraþjálfunar með góðum gesti, Þorsteini Víglundssyni, alþingismanni og fv. félagsmálaráðherra.

Umræðuefnin verða m.a. áskoranir heilbrigðis- og félagskerfis framtíðar sökum fjölgun aldraðra og mikilvægi þess að eldri borgarar verði sprækir og sjálfbjarga lengur, hvernig geta sjúkraþjálfarar gert sig gildandi í þeirri vegferð? Heilsugæslan – læknamóttaka eða þverfagleg heilsugæsla? Hver eru rekstrarform framtíðar í heilbrigðiskerfinu? Ríkisrekstur – almennur markaður – efnahagskerfi heilbrigðis og heilsu. Vonast er líflegum umræðum allra viðstaddra.

Við endum fundinn á því að lyfta glasi og skála fyrir 5 ára sameiningarafmæli Félags sjúkraþjálfara.

Við vonumst til að sjá sem flesta félagsmenn á aðalfundinum.

Reykjavík,  8. febrúar 2018
F.h stjórnar Félags sjúkraþjálfara
Unnur Pétursdóttir, formaður.