Aðalfundur 2018 - málþing
Aðalfundur FS verður haldinn þann 22. febrúar 2018 kl 17.30
Aðalfundarboð 2018
Aðalfundur Félags sjúkraþjálfara verður haldinn fimmtudaginn 22. febrúar 2018 í húsnæði BHM að Borgartúni 6, Reykjavík, kl 17.30.
Aðalfundurinn verður sendur út í streymi – nánari uppl. berast síðar.
Dagskrá aðalfundar verður skv. lögum félagsins:
Kosning fundarstjóra og
fundarritara
1. Skýrsla stjórnar og nefnda um störf félagsins á liðnu ári
2. Reikningsskil
3. Fjárhagsáætlun og ákvörðun félagsgjalda
4. Tillögur félagsstjórnar
5. Kosning formanns og stjórnar
6. Kosning tveggja skoðunarmanna
7. Kosning í kjaranefnd félagsins
8. Kosning í nefndir
9. Lagabreytingar
10. Önnur mál
Skýrslur stjórnar og nefnda verða settar á innri vef heimasíðunnar, www.physio.is þegar nær dregur ásamt öðrum aðalfundargögnum. Athugið að félagsmenn þurfa að nýskrá sig á síðuna í fyrsta skipti sem þeir innskrá sig á innri vef síðunnar. Notið til þess kennitölu án bandstriks og það netfang sem þið notið í samskiptum við félagið. Þess ber að geta að stjórn leggur ekki fram lagabreytingatillögur að þessu sinni og engar tillögur hafa borist frá félagsmönnum.
Að lokum aðalfundi verður boðið upp á léttan kvöldverð og í framhaldi verður ör-málþing um framtíð sjúkraþjálfunar með góðum gesti, Þorsteini Víglundssyni, alþingismanni og fv. félagsmálaráðherra.
Umræðuefnin verða m.a. áskoranir heilbrigðis- og félagskerfis framtíðar sökum fjölgun aldraðra og mikilvægi þess að eldri borgarar verði sprækir og sjálfbjarga lengur, hvernig geta sjúkraþjálfarar gert sig gildandi í þeirri vegferð? Heilsugæslan – læknamóttaka eða þverfagleg heilsugæsla? Hver eru rekstrarform framtíðar í heilbrigðiskerfinu? Ríkisrekstur – almennur markaður – efnahagskerfi heilbrigðis og heilsu. Vonast er líflegum umræðum allra viðstaddra.
Við endum fundinn á því að lyfta glasi og skála fyrir 5 ára sameiningarafmæli Félags sjúkraþjálfara.
Við vonumst til að sjá sem flesta félagsmenn á aðalfundinum.
Reykjavík, 8. febrúar 2018
F.h stjórnar Félags
sjúkraþjálfara
Unnur Pétursdóttir,
formaður.