Aðalfundur BHM 2023
Haldinn á Hilton Nordica Reykjavík 25. maí
Aðalfundur BHM var haldinn í dag, 25. maí 2023 á Hilton Nordica Reykjavík. Félag sjúkraþjálfara átti 7 fulltrúa á fundinum.
Kolbrún Halldórsdóttir tók formlega við embætti formanns BHM af Friðriki Jónssyni á fundinum. Kolbrún hefur síðastliðið ár verið starfandi varaformaður. Í formannsræðu sinni talaði Kolbrún um mikilvægi fjölbreytni og samstöðu og lagði línur fyrir sín áherslumál til næstu tveggja ára.
Rithöfundasamband Ísland fékk formlega aðild að bandalaginu á aðalfundinum en eru því aðildarfélög BHM orðin 28. Framkvæmdastjórn veitti RSÍ bráðabirgðaaðild 30. janúar síðastiðinn.
Fimm ályktanir voru samþykktar á aðalfundi BHM í ár; um verðbólgu, húsnæðismarkað, gervigreind, innri mál BHM, kjarasamninga 2024 og verkföll BSRB.
Gunnlaugur Már Briem, formaður Félags Sjúkraþjálfara kynnti nýjar siðareglur BHM sem unnið hefur verið að síðustu misseri.
Fundurinn var vel sóttur og gekk vel fyrir sig. Við óskum Kolbrúnu velfarnaðar í embætti formanns bandalagsins.