Aðalfundur Félags sjúkraþjálfara 2019

Aðalfundur félagsins verður haldinn fimmtudaginn 28. febrúar kl 17

17.1.2019

Aðalfundur félagsins verður haldinn fimmtudaginn 28. febrúar kl 17

Aðalfundur félagsins verður haldinn fimmtudaginn 28. febrúar kl 17 í húsnæði félagsins hjá BHM að Borgartúni 6, 105 Reykjavík. Fundinum verður streymt. Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum verður boðið upp á léttan kvöldverð og dagskrá að honum loknum, sem auglýst verður síðar.

Lagabreytingatillögur fyrir aðalfund þurfa að hafa borist stjórn FS í síðasta lagi föstudaginn 8. febrúar 2019.

Uppstillingarnefnd hefur hafið störf og leitar félagsmanna sem áhuga hafa á að starfa fyrir félagið. Nefndin er þessa dagana að fara yfir núverandi stöðu nefndanna, kannar áhuga þeirra sem eru að ljúka kjörtímabili á því að bjóða sig fram að nýju og mun að því loknu senda upplýsingar til félagsmanna, hvar vantar framboð. Rétt er að benda á að þótt núverandi nefndarmaður sé tilbúinn til áframhaldandi setu í nefnd, er að sjálfsögðu heimilt að bjóða sig fram í þá nefnd. 

Lista yfir nefndir er að finna í lögum félagsins, sjá hér til hægri á síðunni.

Áhugasamir eru beðnir um að setja sig í samband við uppstillinganefnd, en hana skipa:

Heiða Þorsteinsdóttir
Vs. 543-1000
Netfang: heidatho@gmail.com

Iðunn Elfa Bolladóttir
Vs. 461-2223, gsm: 865-3966
Netfang: idunn@eflingehf.is

Lárus Jón Björnsson
Vs. 564-5442, gsm: 694-8315
Netfang: larus90@gmail.com

 

Fh. stjórnar FS
Unnur Pétursdóttir
Formaður