Aðalfundur Félags sjúkraþjálfara 2021

Fundurinn verður á rafrænu formi þann 9. mars nk kl. 17:00

22.1.2021

Fundurinn verður á rafrænu formi þann 9. mars nk kl. 17:00

Félag sjúkraþjálfara mun halda aðalfund sinn þriðjudaginn 9. mars nk. kl 17 á rafrænu formi. Kallað verður eftir framboðum til trúnaðarstarfa fljótega og tillögur að lagabreytingatillögum eða önnur erindi þurfa að hafa borist til stjórnar FS í síðasta lagi þann 16. febrúar.

Aðalfundur á rafrænu formi kallar á nýja nálgun en þess veður gætt í hvívetna að fara að lögum félagsins um aðalfund, þ.a. hann verði löglegur. Í þeirri vinnu mun lögfr. BHM vera aðildarfélögum BHM innan handar til leiðbeiningar.

Nánari dagskrá og útlistun á framkvæmd kemur síðar, en félagsmenn eru hvattir til að taka tímann frá.

Fh. stjórnar FS
Unnur Pétursdóttir
Formaður