Aðalfundur Félags sjúkraþjálfara 2021
Aðalfundur félagsins var haldinn þriðjudaginn 9. mars sl. og var hann rafrænn að þessu sinni
Þriðjudaginn 9. mars sl var aðalfundur Félags sjúkraþjálfara haldinn rafrænt. Þátttaka var með góðu móti, en um 30 félagsmenn sátu fundinn. Dagskrá fundarins voru hefðbundin aðalfundarstörf og tók fundurinn um 1,5 klst í heildina.
Stjórn félagsins er óbreytt en nýr varamaður kom í stað fráfarandi varamanns. Einnig voru samþykktar uppfærðar starfsreglur Vísindasjóðs en engar aðrar lagabreytingartillögur voru lagðar fram. Sjálfkjörið var í nefndir eftir góða vinnu Uppstillinganefndar og ritara, og þökkum við þeim góðan undirbúning. Eins þökkum við fráfarandi nefndarfólki kærlega fyrir störf sín í þágu félagsins og bjóðum nýju nefndarfólki hjartanlega velkomin.
Uppfærðir listar yfir nefndir munu birtast á heimasíðunni á næstu dögum, ásamt aðalfundargerð þegar hún er klár.
Arna Harðardóttir fundarstjóri, stjórn félagsins, starfsmaður skrifstofu og framkvæmdastjóri Sigl sátu saman í Borgartúni 6 á aðalfundinum eins og sést hér á myndunum fyrir neðan
Uppsetning á sal var eftir ítrustu viðmiðum
Frá vinstri: Fjóla Jónsdóttir framkvæmdastjóri Sigl, Unnur Pétursdóttir formaður FS, Guðný Björg Björnsdóttir meðstjórnandi
Frá vinstri: Gunnlaugur Már Briem varaformaður FS, Arna Harðardóttir fundarstjóri aðalfundar
Frá vinstri: Arna Harðardóttir fundarstjóri aðalfundar, Margrét Sigurðardóttir gjaldkeri
Frá vinstri: Margrét Sigurðardóttir gjaldkeri, Fríða Brá Pálsdóttir ritari
Frá vinstri: Steinunn S. Ólafardóttir starfsmaður skrifstofu, Fjóla Jónsdóttir framkvæmdastjóri Sigl