Aðalfundur Félags sjúkraþjálfara 2025
Aðalfundur félagsins fór fram þann 3.apríl 2025. Hefðbundin aðalfundarstörf voru á dagskrá þar sem lagabreytingartillögur, ársreikningar og fjárhagsáætlun stjórnar var samþykkt af fundargestum.
Einnig voru kosningar og skipun í nefndir félagsins kynntar og þökkum við öllu því góða fólki sem ætlar að taka þátt í verkefnum okkar næstu misserin og vinna að hag félagsfólks og fagsins í heild sinni. Við viljum einnig þakka þeim sem voru að ljúka störfum fyrir félagið og sérstakar þakkir fær Fríða Brá Pálsdóttir fráfarandi varaformaður félagsins fyrir hennar miklu og góðu störf.
Nýja stjórn félagsins skipa Gunnlaugur Briem formaður, Guðný Bjög Björnsdóttir, Kári Árnason, Þóra Björg Sigurþórsdóttir og Hildur Sólveig Sigurðardóttir. Á fyrsta stjórnarfundi félagsins sem haldinn verður vona bráðar mun stjórn skipta með sér verkum og skipa í embætti. Við erum spennt fyrir komandi áskorunum og verkefnum.