Aðalfundur Félags sjúkraþjálfara í öldrunarþjónustu (FSÖ)

Ný stjórn FSÖ var kosin á aðalfundi síðastliðinn þriðjudag

18.12.2020

Ný stjórn FSÖ var kosin á aðalfundi síðastliðinn þriðjudag

Aðalfundur Félags sjúkraþjálfara í öldrunarþjónustu (FSÖ) fór fram með rafrænum hætti þriðjudaginn 15.desember sl. Fráfarandi stjórn sem var skipuð Nönnu Guðnýju Sigurðardóttur gæðastjóra Hrafnistuheimilanna (formaður), Rósu Guðlaugu Kristjánsdóttur sjúkraþjálfara á Eirhömrum (gjaldkeri) og Önnu Heiðu Gunnarsdóttur yfirsjúkraþjálfara á Sóltúni (ritari) gaf ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. 

Sú tillaga hafði komið frá stjórninni þar sem mjög illa hefur gengið sl. ár að fá endurnýjun í stjórnina, að félagið myndi fara í ótímabundið hlé. Umræður sköpuðust um það á fundinum og ljóst að félagsmenn vildu halda félaginu starfandi enda hefur starfsemi þess verið í miklum blóma. Niðurstaða fundarins var því afar ánægjuleg þar sem þrír félagsmenn gáfu kost á sér í nýja stjórn félagsins. Það voru þær Gunnur Róbertsdóttir sem starfar á Landakoti, Aðalbjörg Íris Ólafsdóttir sem starfar á líknardeild LSH og Svandís Björk Guðmundsdóttir sem starfar á Droplaugarstöðum. Þær eru boðnar hjartanlega velkomnar til starfa og ljóst að framtíð FSÖ er í öruggum höndum þegar 25. starfsár þess gengur í garð.

Nanna Guðný Sigurðardóttir
Fráfarandi formaður FSÖ