Aðalfundur Félags sjúkraþjálfara var haldinn þann 13. mars sl

Á aðalfundi voru samþykktar lagabreytingatillögur stjórnar ásamt hefðbundum aðalfundarstörfum

21.3.2024

Aðalfundurinn var blanda af staðfundi og fjarfundi, sem er fyrirkomulag sem reynst hefur vel síðustu ár

Aðalfundur Félags sjúkraþjálfara fór fram miðvikudaginn 13. mars sl. og á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf. 

Um 13 félagar sátu fundinn auk stjórnarmeðlima, verkefnastjóra fagmála FS og framkvæmdastjóra SIGL. 

Félag sjúkraþjálfara naut liðsinnis Brynhildar Heiðar- og Ómarsdóttur formanni Visku við fundarstjórn og viljum við þakka henni kærlega fyrir. 

Á næstu vikum verður heimasíðan uppfærð í takt við breytingar á setu í nefndum, en sjálfkjörið var í öll trúnaðarstörf. Framboð bárust í öll embætti að undanskilinni ritnefnd, en þar vantar í eina stöðu. Óskum við gjarnan eftir ábendingum um einstaklingar sem eru tilbúnir að leggja fram krafta sína við útgáfu á fagtímaritinu okkar. 

Fljótlega mun aðalfundargerð vera birt á innri vef félagsins.