Aðalfundur FS var haldinn þann 28. febrúar 2019

Fjölmenni tók þátt í umræðum

1.3.2019

Fjölmenni tók þátt í umræðum

Ný stjórn Félags sjúkraþjálfara var kosin á aðalfundi félagsins í gær, fimmtudaginn 28. febrúar 2019.

Áfram sitja í stjórn:
Unnur Pétursdóttir
Gunnlaugur Briem
Guðný Björg Björsdóttir
Kristín Rós Óladóttir varamaður

Ný í stjórn:
Margrét Sigurðardóttir
Fríða Brá Pálsdóttir
Lárus Jón Björnsson varamaður

Við bjóðum þau velkomin í stjórnina.

Þau G. Haukur Guðmundsson og Helga Ágústdóttir láta af störfum fyrir stjórn og eru hér með færðar þakkir fyrir góð störf og afar farsælt samstarfs.

Í kjaranefnd var sjálfskjörið launþegamegin, en þær Sara Guðmundsdóttir og Heiðrún Helga Snæbjörnsdóttir ásamt varamanninum Heidi Andersen taka sæti í nefndinni. G. Þóra Andrésdóttir gaf ekki kost á sér áfram sem aðalmaður, en tekur sæti varamanns þess í stað.

Verktakamegin voru tvö sæti laus en þrír í framboði. Svo fór að þau Jakobína Edda Sigurðardóttir og Valgeir Viðarsson voru kosin í nefndina, Harpa Söring Ragnarsdóttir hlaut ekki kosningu að þessu sinni.

UQMaefywAðrar upplýsingar af fundinum munu birtast í aðalfundargerð sem sett verður á innri vef fljótlega.

Að loknum aðalfundarstörfum kom Ólafur Þór Gunnarsson, læknir, alþingismaður og varaformaður velferðarnefndar Alþingis og ræddi við félagsmenn um heilbrigðismál, með áherslu á endurhæfingu og sjúkraþjálfun.

Fundinn sóttu 46 félagsmenn og 29 fylgdust með í streymi, sem gerir þetta að fjölmennasta aðalfundi frá sameiningu félaganna árið 2013.

Fh. stjórnar,
Unnur P
Formaður FS