Aðalfundur Norðurlandsdeildar FS haldinn á Akureyri þann 23. janúar sl

Öflug starfsemi deildarinnar til fyrirmyndar

24.1.2020

Öflug starfsemi deildarinnar til fyrirmyndar

Aðalfundur Norðurlandsdeildar FS var haldinn á Akureyri í gær, fimmtudaginn 23. janúar. Vegna veðurs og ófærðar/lokunar vega komust færri en venjan er, en engu að síður sóttu fundinn 20 sjúkraþjálfarar.

20200123_190114Eydís Valgarðsdóttir formaður deildarinnar kynnti skýrslu stjórnar og fór yfir starfsemi deildarinnar, sem hefur verið afar öflug og fjölbreytt undir hennar stjórn. Eru Eydísi og stjórn N-FS færðar miklar og góðar þakkir fyrir framúrskarandi störf.

Stjórn var endurnýjuð og tveir nýjir stjórnarmenn komu inn. Stjórnin er nú því þannig skipuð: Eydís Valgarðsdóttir, formaður, Anna Catharina Gros, Marjolijn van Dijk og Elín Rún Birgisdóttir.

82804471_2273757792724279_6493386868128743424_nMynd: Anna Catharina, Eydís, Marjolijn, Elín og Unnur form. FS.

Unnur Pétursdóttir, formaður FS fór yfir starfsemi félagsins, fagmál og kjaramál.

Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum og góðri máltíð kom Hannes Pedersen háls-nef og eyrnalæknir og tók fyrir svima og fræddi um margvíslegar tegundir og áhrif. Hannes hefur starfað mikið með sjúkraþjálfurum og var m.a. í doktorsnefnd Bergþóru Baldursdóttir sjúkraþjálfara, sem hefur sérhæft sig á þessu sviði.

Næsti viðburður deildarinnar er áætlaður þann 8. febrúar nk. en þá mun Elvar Leonardsson sjúkraþjálfari halda námskeið (sem þurfti að fresta vegna ófærðar í janúar).