Af málþingi félagsins um breytingar á náminu
Frábær þátttaka og fjörugar umræður
Frábær þátttaka og fjörugar umræður
Félag sjúkraþjálfara hélt málþing þann 31. janúar sl til að ræða breytt landslag fagsins okkar og sér í lagi þá staðreynd að nú í vor munu í fyrsta skipti verða útskrifaðir nemar með BS gráðu í sjúkraþjálfunarfræðum. Málþingið var vel sótt og voru nemar í sjúkraþjálfun sérlega margmennir sem var afar ánægjulegt.
Umræðuhópurinn samanstóð af fulltrúum námsbrautar, nemum, yfirsjúkraþjálfurum, stofueigendum og formanni félagsins.
Stóra spurningin sem leitað var svara við var: Hvar sjáum við tækifæri fyrir þá nema sem útskrifast með BS í sjúkraþjálfunarfræðum en halda ekki áfram í master til starfsréttinda?
Margar aðrar spurningar vöknuðu og voru málin rædd frá mörgum hliðum, faglegum og kjaralegum. Ritari félagsins færði umræðuna til bókar og mun afrakstur þess verða settur á heimasíðu félagsins innan nokkurra daga.
Kristín Briem professor við námsbraut í sjúkraþjálfun hafði framsögu um málið og kynnti breytingarnar sem eru að eiga sér stað. Yfirsjúkraþjálfarar og stofueigendur ræddu spurninguna; er hægt að nýta fólk með BS í sjúkraþjálfunarfræðum á einhvern hátt á stofum/stofnunum? og nemarnir sögðu frá sínum hugmyndum og hvernig þeir sjá framtíðina fyrir sér eftir 3 ára BS nám.
Umræðuhópinn skipuðu:
Kristín
Briem – prófessor við námsbraut í Sjúkraþjálfun
Ásdís Kristjánsdóttir – forstöðusjúkraþjálfari Reykjalundi
Ragnheiður Einarsdóttir – yfirsjúkraþjálfari Landspítala
Auður Ólafsdóttir – eigandi Styrks, sjúkraþjálfunar
Aðalbjörg Birgisdóttir – 3 árs nemi í sjúkraþjálfun
G. Vilhjálmur Konráðsson – formaður nemendafélags í sjúkraþjálfun
Unnur Pétursdóttir – formaður Félag sjúkraþjálfara
en einnig tóku fjölmargir aðrir til máls úr sal.
Stjórn FS þakkar öllum fyrir komuna og líflegar umræður.