Af sjúkraþjálfurum landsliðs okkar í handknattleik karla

Hildur Sólveig Sigurðardóttir sjúkraþjálfari tók hús á sjúkraþjálfurum landsliðsins okkar eftir leikinn í München og sendi félaginu þennan skemmtilega pistil

24.1.2019

Hildur Sólveig Sigurðardóttir sjúkraþjálfari tók hús á sjúkraþjálfurum landsliðsins okkar eftir leikinn í München og sendi félaginu þennan skemmtilega pistil


Það er að ýmsu að huga þegar Ísland tekur þátt í heimsmeistarakeppni í handknattleik og allir hlekkir keðjunnar þurfa að vera sterkir til að koma í veg fyrir bresti. Einn slíkur mikilvægur hlekkur eru sjúkraþjálfarar landsliðsins sem leggja mikið á sig til að tryggja að hver leikmaður sé eins líkamlega vel undirbúinn undir hvern leik og mögulegt er.

50174190_375082359909390_2061037698772107264_nHverjir eru sjúkraþjálfarnir?
Elís Þór Rafnsson og Jón Birgir Guðmundsson eru sjúkraþjálfarar íslenska karlalandsliðsins í handknattleik. Þeir starfa báðir hjá Sjúkraþjálfun Íslands en Jón Birgir, eða Jóndi eins og hann er kallaður, starfar einnig hjá Mætti á Selfossi. Elís Þór hefur verið með landsliðinu frá 2001 en Jón Birgir frá 2012 með U liðin og frá 2017 með A liðið. Jón Birgir er þess auki faðir Elvars Arnar Jónssonar landsliðsmanns.

50230718_330399644475184_1348397178623623168_nHvernig er starfið?
Nánast allur útbúnaður og vörur sjúkraþjálfaranna er fluttar með út að heiman og því farangurinn nokkuð veglegur. Sjúkraþjálfararnir fylgja liðinu á allar æfingar og á alla leiki. Meðhöndlun íþróttamannanna fer fram á milli funda og á milli æfinga. Það er auðvitað mismikið álag á sjúkraþjálfurunum eftir ástandi leikmanna en álagið fer alltaf stigvaxandi eftir því sem líður á mótið og meira álag verður á leikmönnunum.

Einhverjar eftirminnilegar bransasögur?
Fyrir nokkrum árum fékk Elís Þór afleysingasjúkraþjálfara fyrir sig í eitt mótið og lánaði hljóðbylgjutæki til að taka með. Það var gert á hálfgerðum hlaupum í miklu ati eins og gjarnan vill verða í aðdragandanum og undirbúningi mótsins. Þegar tækið kom svo til baka eftir útlánið fannst þessi líka ilmandi hreinlætislykt upp úr kassanum. Kom þá í ljós að í stað hljóðbylgjugelsins hafði verið komið fyrir uppþvottalegi í gelbrúsanum. Litlum sögum fer af nytsemi græjunnar eftir þá ferð.

50001285_1130017507179979_3713948565488271360_nHefur lægri meðalaldur landsliðsins áhrif?
Sjúkraþjálfararnir finna talsverðan mun á því hvað það þarf minna að meðhöndla liðið, sérstaklega í upphafi móts og vilja taka sérstaklega fram að allur hópurinn eru miklir sómapiltar og merkilegt hversu langt í mótinu liðið er komið þrátt fyrir ungan aldur.

Hildur Sólveig Sigurðardóttir
sjúkraþjálfari
nefndarmaður í fagnefnd FS og landsliðsgrúppía