Afslættir og góð kjör fyrir félagsmenn í Félagi sjúkraþjálfara

Á innri vef heimasíðunnar er komin listi yfir þau fyrirtæki sem bjóða félagsmönnum góð kjör

19.2.2021

Á innri vef heimasíðunnar er kominn listi yfir þau fyrirtæki sem bjóða félagsmönnum góð kjör

Á innri vef heimasíðunnar er nú kominn listi yfir þau fyrirtæki sem bjóða félagsmönnum góð kjör og afslætti. Þar birtast einnig tímabundin tilboð sem og fastir afslættir og því borgar sig að skoða listann reglulega. Hann má nálgast undir flipanum "Félagsmenn" á innri vefnum

Við vekjum athygli á að sum fyrirtæki vilja óska eftir staðfestingu á að kaupandi sé með virka félagsaðild í Félagi sjúkraþjálfara. Til þess að sýna fram á félagsaðild í Félagi sjúkraþjálfara er nóg að skrá sig inn á innri vefinn og sýna þá staðfestingu í versluninni.

Við vonum að þessi viðbót við þjónustu við félagsmenn muni koma sér vel. Einnig bendum við fyrirtækjum sem hafa áhuga á að bætast við listann og gefa sjúkraþjálfurum kostakjör að hafa samband við steinunnso@bhm.is