Ákall vegna klínískrar kennslu í sjúkraþjálfun

Betur má ef duga skal- 12 nemendur vantar pláss í klínískt nám 2. nóv - 18. des

9.10.2020

Sjúkraþjálfarar á Íslandi eru gríðar-mikilvægur hlekkur í menntun framtíðarsjúkraþjálfara og nú þurfum við að taka höndum saman til að nemendum takist að ljúka námi á tilsettum tíma í vor

Allir á dekk – námsbrautina vantar aðstoð!

Um 12 nemendur í sjúkraþjálfun vantar pláss í klínískt nám frá 2. nóv til 18. des. Þau eru á 5. ári að fara á sitt þriðja tímabil og ættu að útskrifast til starfsréttinda í vor ef allt gengur vel. Ekki er hægt að mennta þau án ykkar aðkomu og vegna nauðsynlegra breytinga í vor, þegar stofur lokuðu, er álag á þessu haustmisseri óvenjumikið.

Við viljum hvetja fyrrum klíníska kennara til að dusta rykið af kennaranum í sér og hvetja aðra sjúkraþjálfara til að ganga í lið með námsbrautinni. Þetta er gott tækifæri til að miðla af þekkingu sinni og aðstoða nemendur við að tileinka sér hugsunar- og starfshætti sjúkraþjálfara og oftar en ekki fylgir því að maður eflist í starfi sjálfur.

Tímarnir eru óvenjulegir, við vitum að álag á mörgum stöðum er mikið en hér þurfa allir að leggjast á eitt að láta þetta ganga upp. Það verður að mennta næstu kynslóð kolleganna og styðja námsbrautina í þessu verkefni. Koma svo!

Áhugasamir mega setja sig í samband við Kristínu Briem kbriem@hi.is og Guðnýju Lilju (glo@hi.is) til að fá nánari upplýsingar.

Með hvatningarkveðju,

Félag sjúkraþjálfara

Screenshot-2020-10-09-at-10.15.42

Screenshot-2020-10-09-at-10.16.22Screenshot-2020-10-09-at-10.15.57