Alþjóðadagur sjúkraþjálfunar

Þann 8. september var Alþjóðadagur sjúkraþjálfunar

13.9.2023

Þema dagsins í ár var gigt

Þann 8. september sl var Alþjóðadagur sjúkraþjálfunar

Af því tilefni birtust tvær blaðagreinar eftir sjúkraþjálfara, annarsvegar frá Sigrúnu Baldursdóttur en hinsvegar eftir Kristínu Magnúsdóttur. Þessu til viðbótar var Sigrún Baldursdóttir fengin í viðtal í Reykjavík síðdegis til að fjalla um gigt.

Greinina eftir Sigrúnu má nálgast hér.

Greinina eftir Kristínu má nálgast hér.

Viðtalið við Sigrúnu má nálgast hér.

Við viljum þakka félagsfólki öllu fyrir að taka þátt í að miðla upplýsingaspjöldunum og dreifa boðskapi dagsins á samfélagsmiðlum. Við færum Sigrúnu og Kristínu sérstakar þakkir fyrir þeirra þátttöku í fjölmiðlaumfjölluninni um daginn.

Ef félagsfólk hefur upplýsingar um fleiri greinar eða viðtöl sem birtust í tilefni dagsins má gjarnan senda ábendingu um það á steinunnso@bhm.is