Alþjóðadagur sjúkraþjálfunar 8. september næstkomandi

Þemað í ár er gigt

1.9.2023

Alþjóðadagur sjúkraþjálfunar verður að venju haldinn þann 8. september nk


WPTD2023-InfoSheet1-Icelandic-LOKA


Alþjóðadagur sjúkraþjálfunar verður að venju haldinn þann 8. september nk. Þemað í ár er gigt og hefur Félag sjúkraþjálfara þýtt tvö upplýsingaplögg í tilefni dagsins sem hafa nú verið birt á vef Heimssambandsins. Sjá nánar hér

Við hvetjum félagsfólk til að dreifa þessum skjölum á sínum starfsstöðvum og taka þátt í að efla almenna þekkingu á því hvernig sjúkraþjálfarar geta aðstoðað fólk sem glímir við gigt af hverskyns toga.

Minnum á að merkja dreifingar á samfélagsmiðlum með myllumerkinu #WorldPTDay


WPTD2023-InfoSheet4-Icelandic-LOKA