Alþjóðleg byltuvarnarvika 21. - 25. september
Þann 21. - 25. september næstkomandi er alþjóðleg byltuvarnarvika
Þann 21. - 25. september næstkomandi er alþjóðleg byltuvarnarvika
Framundan er alþjóðleg byltuvarnarvika. Við hvetjum sjúkraþjálfara til að nota tækifærið og vekja athygli á þeirri þjónustu sem vinnustaðir þeirra bjóða upp á á sviði jafnvægismats, ráðgjafar og þjálfunar. Hægt er að birta þessar upplýsingar á samfélagsmiðlum og vekja þannig athygli á þjónustunni.
Á Landspítalanum er verið að undirbúa vitundarvakningu um byltur og byltuvarnir í tilefni vikunnar. Þar verður ýmis fróðleikur birtur á skjám og í sjónvarpi spítalans og opnuð verður vefsíða um byltur og byltuvarnir á ytra vef spítalans.
Sjá nánar hér um alþjóðlega byltuvarnarviku: https://www.ncoa.org/healthy-aging/falls-prevention/falls-prevention-awareness-week/
Hvað ætlar þinn vinnustaður að gera í tilefni vikunnar?
Sendu okkur línu á steinunnso@bhm.is