Alþjóðlegur dagur sjúkraþjálfunar 8. september

Sjúkraþjálfarar um allan heim vekja athygli á faginu þennan dag

8.8.2018

Sjúkraþjálfarar um allan heim vekja athygli á faginu þennan dag

Þann 8. september nk halda sjúkraþjálfarar um allan heim upp á alþjóðlegan dag sjúkraþjálfunar. Þema dagsins í ár er geðheilsa og samspil andlegrar og líkamlegrar heilsu. Ástæða þessa þema er ekki síst sú mikla athygli sem ráðstefnan ICPPMH2018, sem við vorum gestgjafar að í apríl sl, vakti í alþjóðlegu samfélagi sjúkraþjálfara.

Icppmh2018-picKjörorð ráðstefnunnar var “Mental health is every physio's business” og segir hversu mikilvægt er fyrir alla sjúkraþjálfara að hafa í huga geðheilsu skjólstæðinga okkar, bakgrunn þeirra og sögu.


Svo “illa” vill til að þessu sinni að daginn ber upp á laugardag og fáir starfsstaðir sjúkraþjálfara opnir. Engu að síður má vekja athygli á deginum á föstudeginum 7. september eftir því sem hver vill, hvort sem það er með almenning í huga, samstarfsfólk, skjólstæðinga eða bara það að hafa gott með kaffinu á kaffistofunni.

Wptd2017_some_1


Félag sjúkraþjálfara mun vekja athygli á deginum í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Við hvetjum félagsmenn eindregið til að líka við og deila því efni sem félagið setur frá sér þennan dag.Mesta púðrið fer þó í að vera þátttakendur á LÝSA – fundi fólksins á Akureyri þennan dag, þar sem fulltrúar “þriðja geirans” hittast og eiga samtal – sjá aðra frétt dagsins.

 

Efni fyrir daginn má sjá hér: https://www.wcpt.org/wptday-toolkit