Alþjóðlegur dagur sjúkraþjálfunar 8. september
Þema dagsins í ár er krónískir verkir
Þema dagsins í ár er krónískir verkir
Heimssamband sjúkraþjálfara (WCPT) hefur gefið út að á alþjóðlegum degi sjúkraþjálfunar í ár verði áherslan lögð á króníska verki og allt sem þeim fylgir. Stærsti einstaki þáttur þess vanda eru bakverkir og er því lögð sérstök áhersla á þann málaflokk. Lögð er áhersla mikilvægi þess að kveða niður mýtur á borð við að hreyfing sé hættuleg og að almenningur fái notið þjónustu og leiðbeininga sjúkraþjálfara til að áhrif vandans verði sem minnst.
WCPT hefur gefið út íslenska þýðingu á veggspjöldum dagsins, sem við hvetjum sjúkraþjálfara til að prenta út og dreifa sem víðast.
https://www.wcpt.org/wptday-posters-icelandic
Þar sem daginn ber að þessu sinni upp á sunnudegi verður minna við haft en oft áður, en sjúkraþjálfarar eru engu að síður hvattir til að halda umræðu um mál dagsins á lofti í kringum daginn og ekki væri verra að einhver splæsti á gott með föstudagskaffinu í tilefni dagsins!
Unnur P
Form. FS