Alþjóðlegur dagur sjúkraþjálfunar 8. september 2018
Félag sjúkraþjálfara tekur þátt í lýðræðishátíðinni LÝSU á Akureyri
Félag sjúkraþjálfara tekur þátt í lýðræðishátíðinni LÝSU á Akureyri
Þann 8. september nk halda sjúkraþjálfarar um allan heim upp á alþjóðlegan dag sjúkraþjálfunar. Þema dagsins í ár er geðheilsa og samspil andlegrar og líkamlegrar heilsu. Ástæða þessa þema er ekki síst sú mikla athygli sem ráðstefnan ICPPMH2018, sem við vorum gestgjafar að í apríl sl, vakti í alþjóðlegu samfélagi sjúkraþjálfara.
Kjörorð ráðstefnunnar var “Mental health is every physio's business” og segir hversu mikilvægt er fyrir alla sjúkraþjálfara að hafa í huga geðheilsu skjólstæðinga okkar, bakgrunn þeirra og sögu.
Félag sjúkraþjálfara tekur af því tilefni þátt í lýðræðishátíðinni LÝSU, sem haldinn verður dagana 7. – 8. september á Akureyri. Haldnar verða tvær málstofur/fyrirlestrar:
Föstudaginn 7. sept kl 11: Sjúkraþjálfarar
í heilsugæslu – Nýtum alla þekkingu
Pétur Heimisson forstöðulæknir á Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) og Þóra
Elín Einarsdóttir sjúkraþjálfari HSA segja frá tilraunaverkefni með
sjúkraþjálfara í heilsugæslu á HSA, með móttöku á Egilsstöðum, Eskifirði og
Norðfirði.
https://www.facebook.com/events/891665667711373/
Laugardaginn 8. sept kl10: Fyrirlestur/umræður
um tengsl líkamlegrar og andlegrar heilsu og tengsl áfalla við líkamleg
einkenni. Unnur Pétursdóttir, formaður FS, Eydís Valgarðsdóttir, sjúkraþjálfari
Akureyri og Gunnlaugur Briem, varaformaður FS ræða málin.
https://www.facebook.com/events/220266558647985/
LÝSA er samræðuhátíð hins svokallaða þriðja geira, en það eru þeir aðilar sem starfa að margvíslegum málefnum úr mörgum mismunandi áttum, s.s. stjórnamálmenn, stjórnvöld, hagsmunasamtök, félagasamtök, stéttarfélög, sjúklingasamtök, umhverfissamtök o.s.frv. Í fyrra áttum við afar góð samtöl við fólk úr ýmsum áttum, s.s. stjórnmálmenn, ráðherra, sveitastjórnarfólk, frá sjúklingasamtökum og er þessi vettvangur tilvalinn til að koma á samtali við fólk sem er að starfa að sömu málefnum en oft úr ólíkum áttum.
Allir eru velkomnir á hátíðina og við hvetjum félagsmenn sem og aðra til að nýta sér allt það sem þarna er í boði, bæði það sem FS stendur fyrir en einnig fjölmargir aðrir sem verða þarna með áhugaverðar uppákomur.
LÝSA heimasíða: http://www.lysa.is/
LÝSA Fb-síða: https://www.facebook.com/lysaakureyri/