Alþjóðlegur dagur sjúkraþjálfunar 8. september 2020
Dagurinn í ár er tileinkaður COVID-19 og mikilvægi sjúkraþjálfara í endurhæfingu
Dagurinn í ár er tileinkaður COVID-19 og mikilvægi sjúkraþjálfara í endurhæfingu
Í ár hefur heimssamband sjúkraþjálfara,
World Physiotherapy, tileinkað daginn COVID-19.
Annars vegar er lögð áhersla á
mikilvægi sjúkraþjálfunar í meðferð sjúkdómsins bæði á meðan honum stendur og í
endurhæfingu eftir hann, þegar á þarf að halda, sjá: https://world.physio/sites/default/files/2020-07/WPTD2020-Booklet-FINAL.pdf.
Hins vegar er mikið áhersla lögð á mikilvægi þess að sjúkraþjálfarar, sem og
aðrar heilbrigðisstéttir, hafi í öllum tilfellum aðgang að öruggum og
viðurkenndum hlífðarbúnaði í starfi sínu. Því miður virðist mikill misbrestur
vera á því á heimsvísu.
Við hvetjum félagsmenn til að vekja athygli á deginum t.d. á samfélagsmiðlum með því að setja merki dagsins yfir profílmynd sína, deila þeim statusum sem félagið mun setja inn þennan dag sem og að deila öðru efni sem mun birtast. Og nú erum við ekki bara á Facebook, búið er að stofna bæði Instagram – og Twitter reikninga fyrir félagið – nýtum okkur það. Ekki er úr vegi að hafa líka gott með kaffinu!
#worldptday
Instagram: felag_sjukrathjalfara
Twitter: @PhysioIceland
Sjúkraþjálfarar – til hamingju með daginn!