Alþjóðlegur dagur sjúkraþjálfunar 8. september næstkomandi

Alþjóðlegur dagur sjúkraþjálfunar er haldinn hátíðlegur ár hvert

13.8.2021

Þema dagsins í ár er endurhæfing langvinnra einkenna eftir COVID

Nú fer að líða að alþjóðlegum degi sjúkraþjálfunar, en hann er haldinn hátíðlegur ár hvert þann 8. september um allan heim. 

Þema dagsins í ár er endurhæfing langvinnra einkenna eftir COVID (Long COVID) og hefur Heimssamband sjúkraþjálfara gefið út kynningarefni fyrir daginn á ensku og ýmsum tungumálum. Unnið er að því að þýða efnið yfir á íslensku og mun það birtast nokkrum dögum fyrir viðburðinn

Kynningarefni á heimasíðu heimssambands sjúkraþjálfara

Félag sjúkraþjálfara vill hvetja félagsfólk sitt til að vekja athygli á deginum en það er hægt með nokkrum leiðum.

- Deila kynningarefninu á samfélagsmiðlum, bæði persónulegum og síðum stofa, stofnanna og annarra fyrirtækja þar sem sjúkraþjálfarar starfa

- Skipuleggja viðburði eða kynningar þennan dag á sínum starfsstöðvum til að vekja athygli á þætti sjúkraþjálfara í endurhæfingu langvinnra einkenna eftir COVID

- Skrifa greinar um þátt sjúkraþjálfara í endurhæfingu langvinnra COVID einkenna


Ef félagsfólk hefur áhuga á að aðstoða við þýðingu kynningarefnisins eða lesa yfir má hafa samband á netfangið steinunnso@bhm.is  Margar hendur vinna létt verk!

Við viljum einnig hvetja öll til að senda upplýsingar um viðburði, kynningar og greinar í tengslum við daginn á steinunnso@bhm.is