Alþjóðlegur dagur sjúkraþjálfunar var haldinn 8. september síðastliðinn

Sjúkraþjálfarar um heim allan vöktu athygli á starfi sínu og aðkomu að endurhæfingu langvinnra einkenna eftir Covid

10.9.2021

Sjúkraþjálfarar um heim allan vöktu athygli á starfi sínu og aðkomu að endurhæfingu langvinnra einkenna eftir Covid

Þann 8. september ár hvert taka sjúkraþjálfarar um heim allan höndum saman og vekja athygli á starfi sínu og hlutverki í heilbrigðiskerfinu á alþjóðlegum degi sjúkraþjálfunar. Í ár beindist athyglin að endurhæfingu langvinnra einkenna eftir Covid og hlutverki sjúkraþjálfara í því ferli. 

Félag sjúkraþjálfara byrjaði að vekja athygli á alþjóðlega deginum í sérblaði Fréttablaðsins um endurhæfingu sem kom út fyrir viku síðan. Það var einkar ánægjulegt að sjá hversu margir sjúkraþjálfarar voru í blaðinu í ár, með og án aðkomu félagsins að því. 

Hér má nálgast sérblaðið í heild sinni

Hér eru hlekkir á einstaka greinar sem birtust í blaðinu og á vefnum:
https://www.frettabladid.is/lifid/sjukrajalfun-er-lifgjof-numer-tvo-fyrir-marga/
https://www.frettabladid.is/lifid/endurhfing-eftir-covid-er-langhlaup/
https://www.frettabladid.is/kynningar/arangursrik-endurhfing-i-hverageri/
https://www.frettabladid.is/kynningar/bakleikfimi-heima-i-stofu/

Í þessari viku lögðum við áherslu á að dreifa kynningarefni um alþjóðlega daginn og hvöttum félagsfólk til að dreifa efninu áfram á sínum miðlum. Segja má að það hafi tekist alveg ágætlega en þegar þetta er skrifað höfðu fyrrnefndar færslur birst rúmlega 23.000 sinnum á samfélagsmiðlunum facebook og instagram, með 3200 viðbrögðum (líkar við, deilt og smellir).

Hér má sjá það kynningarefni sem var þýtt yfir á íslensku og dreift til félagsfólks og á samfélagsmiðlum:
Veggspjald 1
Veggspjald 2
Veggspjald 3
Veggspjald 4
Veggspjald 5
Veggspjald 6
Samfélagsmiðlar 1
Samfélagsmiðlar 2


Síðast en ekki síst barst félaginu fregnir af sjúkraþjálfurum sem stóðu fyrir kynningum/viðburðum á deginum sjálfum:

Hildur Sólveig Sigurðardóttir í Vestmannaeyjum fór í Grunnskóla Vestmannaeyja og hélt fyrirlestur fyrir 10. bekk um líkamstöðu, líkamsbeitingu og líkamsvitund. 



Eins voru sjúkraþjálfarar hjá Styrk sjúkraþjálfun með kynningarefnið aðgengilegt á biðstofu sinni.


Frekari ábendingar og myndir af sjúkraþjálfurum sem dreifðu kynningarefninu má endilega sendast á steinunnso@bhm.is

Að lokum má segja að með samstilltu átaki tekst okkur að vekja athygli á okkar störfum á samfélagsmiðlum.

Við viljum þakka öllum þeim sem lögðu hönd á plóg þessa viku og tóku þátt með einum eða öðrum hætti.