Árleg skýrsla Heimssambandsins (World Physiotherapy) um aðildarfélög er komin út

Skýrslan er notuð til að fá heildarmynd á stéttina á heimsvísu

15.1.2021

91% starfandi sjúkraþjálfara á Íslandi eru í Félagi sjúkraþjálfara

Heimssamband sjúkraþjálfara hefur birt niðurstöður sínar og að þessu sinni tóku 111 (91%) aðildarfélög sambandsins af 122 þátt í könnuninni sem skýrslan byggir á.

Félag sjúkraþjálfara tók þátt og hér má sjá áhugaverðar niðurstöðu á myndrænu formi, ásamt samanburði við nágrannalönd.  Sem dæmi má nefna að á meðan 91% starfandi sjúkraþjálfara á Íslandi eru í Félagi sjúkraþjálfara eru aðeins 43% starfandi sjúkraþjálfara í Evrópu í aðildarfélögum sambandsins, og 35% allra starfandi sjúkraþjálfara í heiminum í aðildarfélögum. 

Við í Félagi sjúkraþjálfara erum að sjálfsögðu stolt af þeirri góðu þátttöku félagsmanna í félaginu og teljum að með hærra hlutfalli verður auðveldara fyrir félagið að vinna að hagsmunum félagsmanna og allra sjúkraþjálfara á Íslandi. 

Niðurstöður skýrslunnar má nálgast hér á pdf formi: Skýrsla Heimssambandsins fyrir 2020