Atli Ágústsson sjúkraþjálfari kynnti rannsókn sína á ráðstefnu í Gautaborg
Fleiri íslenskir sjúkraþjálfarar héldu fyrirlestra
Fleiri íslenskir sjúkraþjálfarar héldu fyrirlestra
Sjúkraþjálfarar frá Endurhæfingu-þekkingarsetri
tóku þátt í ársþingi um CP eftirfylgni -CPUP dögum - í Gautaborg dagana 9. -11. október sl. Á
þinginu hélt Birkir M. Kristinsson fyrirlestur um notkun MiniBesTest í mati á
fallhættu fyrir einstaklinga með CP og Guðný Jónsdóttir hélt fyrirlestur um
Posture and Postural Ability Scale –PPAS- sem hluta af eftirfylgni með CP og
notkun PPAS í klíniskri vinnu.
Mynd: Birkir og Guðný
Þá var kynnt ný rannsókn eftir Atla Ágústsson : „The effect of asymmetrical limited hip flexion on seating posture, scoliosis and windswept hip distortion“ en við vinnslu þeirrar rannsóknar voru notuð gögn úr CPUP gagnagrunninum.
Mynd: Atli og Birkir
Tenglar:
1. http://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S0891422217302421
3. http://www.bestest.us/files/7413/6380/7277/MiniBEST_revised_final_3_8_13.pdf
Fréttatilkynning frá Endurhæfingu - þekkingarsetri