Beðið með uppsögn samnings sjúkraþjálfara og SÍ

Unnið verður að lausn mála

23.2.2018

Unnið verður að lausn mála
Ný frétt er á vef Sjúkratrygginga Íslands, dags 23. feb 2018:

http://www.sjukra.is/um-okkur/frettir/bedid-med-uppsogn-samninga

Þar segir: 

Að beiðni heilbrigðisráðherra hafa Sjúkratryggingar Íslands ákveðið að segja ekki upp rammasamningum við sérgreinalækna og sjúkraþjálfara þar til velferðarráðuneytið hefur tekið afstöðu til tillagna um nauðsynlegar aðhaldsaðgerðir, sbr. áform um samdrátt í ríkisútgjöldum í samræmi við fjárlög 2018.

Tilmæli ráðherra má rekja til þess að fulltrúar Sjúkratrygginga Íslands og velferðarráðuneytisins funduðu með fulltrúum Læknafélags Reykjavíkur hinn 15. febrúar sl. og fulltrúum Félags sjúkraþjálfara hinn 19. febrúar sl. þar sem farið var yfir áætluð útgjöld á árinu 2018 og áform stjórnvalda um aðhald í útgjaldaramma velferðarráðuneytisins. 

Fyrir liggur að kostnaður vegna þjónustu sem veitt er á grundvelli rammasamninganna stefnir að óbreyttu í að verða umfram fjárheimildir og að grípa þarf til aðgerða. Á fundunum með fulltrúum félaganna var gerð grein fyrir því að Sjúkratryggingar Íslands sæju ekki annan kost í stöðunni en að segja upp samningunum.  Á þeim grunni hafði uppsögn þeirra verið boðuð með 6 mánaða fyrirvara miðað við 1. mars 2018.  

-------------------------------------------------------  
Samninganefnd sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara fagnar þessari niðurstöðu. Við erum sannfærð um að finna megi aðra og betri lausn á málum og munum vinna með SÍ og velferðarráðuneytinu í því að finna hana.
Fh. samninganefndar,Unnur PForm FS.