BHM kynnir jafnréttissamning 2023
BHM kynnir áherslur í komandi kjarasamningum
BHM kynnti í gær áherslur sínar í komandi kjarasamningum í svokölluðum jafnréttissamningi.

Í jafnréttissamningnum er haft að leiðarljósi að stuðla að auknu jafnrétti, jafnvægi og réttlæti í íslensku samfélagi á breiðum grunni. Óháð kyni, félagslegri stöðu eða uppruna.
Meginmarkmiðið með jafnréttissamningnum er að auka kaupmátt ráðstöfunartekna, leiðrétta skakkt verðmætamat starfa á opinberum markaði og tryggja efnahagslegan og fé lagslegan stöðugleika. Í því skyni verða 15 áherslur í brennidepli í komandi kjaraviðræðum aðildarfélaga bandalagsins. Sjá nánar að síðu Bandalagsins