Bólusetningar heilbrigðisstarfsfólks vegna Covid-19

Komið er að sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólki

8.4.2021

Komið er að sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólki

Samkvæmt heimasíðu Heilsugslu höfuðborgarsvæðisins munu sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmenn verða kallaðir inn til bólusetningar á næstunni, sjá:

https://www.heilsugaeslan.is/um-hh/frettasafn/stok-frett/2021/03/31/Dagskra-bolusetninga-Vika-14-/

Þar segir m.a:

  • Föstudaginn 9. apríl verður bólusetning með Moderna í Laugardalshöll fyrir heilbrigðisstarfsmenn utan stofnana. Boð verða send með SMS og byrjað á elsta hópnum. Þetta er fyrsti bólusetningadagur þessa hóps og nú fá elstu einstaklingarnir boð. Aðrir í hópnum verða boðaðir í aldursröð næstu vikur.

Einnig rétt að benda á eftirfarandi, fyrir þá sjúkraþjálfara sem hugsanlega eru ekki í klínískri vinnu:

https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/greinar/grein/item44818/Bodanir-i-COVID-19-bolusetningu-fyrir-heilbrigdisstarfsmenn?fbclid=IwAR27118GhRp_pcDr2DIiCOt3-6uPszKUU_88z-nB6lgYWhRkXCvGi9wjL2I

Þar segir m.a:

Meðal þeirra sem munu fá boð eru trúlega fjölmargir læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, þroskaþjálfar o.s.frv. sem ekki eru í klínisku starfi heldur hafa snúið til annarra starfa eða eru hættir störfum. Einstaklingar í þessari stöðu eru hvattir til að þiggja ekki þetta fyrsta boð í bólusetningu gegn COVID-19 heldur hugleiða að hver skammtur sem er notaður fyrir hóp 5 tefur lítillega bólusetningar einstaklinga með áhættuþætti fyrir alvarlegri COVID-19 sýkingu undir sextugu. Það kemur að því að allir sem vilja bólusetningu geti fengið hana, en við höfum ekki bóluefni fyrir alla fyrr en síðar á árinu.

Við erum öll almannavarnir!