Brautskráning Sjúkraþjálfara 24. júní 2023

26.6.2023

Síðastliðinn laugardag fóru fram brautskráningar frá Háskóla Íslands. 

Þar brautskráðust 38 með BSc. gráðu í sjúkraþjálfunarfræðum, og réttindi til þess að skrá sig í MSc. nám í fræðunum, og 26 með MSc. gráðu í sjúkraþjálfun. Þessi 26 öðlast þannig réttindi til að sækja um starfsréttindi sem sjúkraþjálfarar hjá embætti landlæknis og geta eftir það hafið störf sem sjúkraþjálfarar. Við óskum þeim innilega til hamingju og óskum þeim velfarnaðar í starfi, og vonum að þau verði sjálfum sér og stéttinni allri til sóma í öllu sínu starfi.