Breytt fyrirkomulag við greiðslu launa ríkisstarfsmanna
Félag sjúkraþjálfara vekur athygli á breytingum sem tilkynntar vour í vikunni
Laun framvegis greidd út 1. hvers mánaðar, sama hvaða vikudag hann ber upp á.
Eins og fram hefur komið skulu laun ríkisstarfsmanna greidd fyrsta virka dag hvers mánaðar, samkvæmt lögum. Þetta ákvæði hefur haft áhrif til seinkunar á útgreiðslu launa þegar fyrsta dag mánaðar ber upp á helgi eða lögbundinn frídag. Í kjölfar ábendinga og athugasemda sem hafa borist vegna þessa fyrirkomulags hefur Fjársýslan leitað leiða til að gera breytingar þar á.
Laun greidd án undantekninga 1. hvers mánaðar
Niðurstaðan er að fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur heimilað Fjársýslunni að gera breytingar á fyrirkomulaginu. Ákvörðun ráðuneytisins er að frá og með næstu mánaðamótum verða laun ríkisstarfsmanna ávallt greidd út fyrsta dag mánaðar alla mánuði ársins. Á það einnig við þegar fyrsta dag mánaðar ber upp á helgi eða lögbundinn frídag.
Launagreiðsludagur um næstu mánaðamót verður því 1. október, sem ber upp á laugardag.
Frétt tekin af síðu Fjársýslu Ríkisins.