Dagskrá haustannar hjá Norðurlandsdeild Félags sjúkraþjálfara

Dagskráin hefur tekið breytingum í takt við samfélagslegar breytingar

4.9.2020

Dagskráin hefur tekið breytingum í takt við samfélagslegar breytingar

Eins og gefur að skilja er erfitt að skipuleggja nokkuð á Covid tíma. Hér kemur þó yfirlit yfir það sem við höfum verið að plana en er gefið út með fyrirvara.

  1. Að tilefni 80 ára afmælis Félags sjúkraþjálfara og í boði Norðurlandsdeildar: Heimsókn á Kristnes og Hælið. Fyrirhugað var að vara í vísindaferð á Kristnes og fá fræðslu um starfsemina þar sem hefur verið að taka nokkrum breytingum síðustu misseri. Ganga síðan yfir á Hælið og fá súpu og brauð hjá Maríu Pálsdóttur staðarhaldara og fræðast um tilurð Berklasafnsins en hún hefur unnið hörðum höndum að því að koma því á laggirnar.

Staðan: Heimsókn á Kristnes er ekki leyfð núna. Þegar 2m reglunni verður aflétt skipuleggjum við ferð á Hælið mögulega með frekar stuttum fyrirvara.

  1. Fyrirlestur með Valdís Jónsdóttur doktors í talmeinafræðum. Á þessum fyrirlestri mun Valdís fara yfir anatómiu radd- og talfæra og tengja hvað það er sem talmeinafræðingar og sjúkraþjálfara eiga sameiginlegt þegar unnið er með skjólstæðinga sem glíma við vandamál frá þessu svæði. Valdís gaf út bók fyrir örfáum árum «Talandinn» og þar kom vel fram að starfssvið tal- og sjúkraþjálfara skarast á þessu sviði. Því þótti okkur fróðlegt að fá Valdísi til okkar en hún er hafsjór af fróðleik, og deila reynslu sinni og þekkingu með okkur. Fyrirlesturinn sem er í boði Norðurlandsdeildar er áætlaður fimmtudaginn 24.sept. kl. 19.30 að Bjargi.
  2. Fyrirlestur Ernst van der Wijk sjúkraþjálfara. Því miður hef ég frestað öllum námskeiðum Ernst hér á landi á þessu ári en til stóð að Ernst héldi fyrir okkur fyrirlestur um «Mismunagreiningu á vefjagigt og krónískum verkjavanda». Hvað skilur á milli. E.t.v verður hægt að koma þessu við á næsta ári þegar Ernst kemur hingað til að halda námskeiðið sitt á Akureyri: Fascia Integration Therapy level III.
  3. Námskeið Hannesar Petersen háls-nef og eyrnalæknis um «SVIMA» . Hannes hélt algjörlega brilljant fyrirlestur fyrir okkur á aðalfundinum s.l. janúar. Þann 7.nóv. mun hann halda námskeið fyrir þá sem áhuga hafa á að vita meira. Áætlaður tími er frá kl. 10-14 þennan laugardag og verðmiðinn er ekki kominn. Nánar auglýst síðar.
  4. Í febrúar s.l. hélt Elvar Leonardsson sjúkraþjálfari vinnustofu fyrir okkur sem heppnaðist mjög vel. Áhugi var meðal þátttakenda að fá meira og því gæti verið að kallað yrði til vinnustundar með Elvari með stuttum fyrirvara ef tækifæri býðst.

Réttur til breytinga áskilinn sem og viðbætur.


Fyrir hönd Norðurlandsdeildarinnar

Eydís Valgarðsdóttir lögg.sjúkraþjálfari