Dagur Byltuvarna

Ráðstefnan var haldinn þann 22. september 2022

26.9.2022

Þverfagleg ráðstefna með áherslu á heildræna nálgun á byltuvarnir

Ráðstefnan var haldin á Hótel Natura þann 22. September síðastliðinn. Um er að ræða þverfaglega ráðstefnu þar sem lögð var áhersla á að ná fram heildrænni nálgun á byltuvarnir með vísindi og forvarnir að leiðarljósi. Fimm sjúkraþjálfarar kynntu efni á ráðstefnunni, þær Auður Ólafsdóttir, Bergþóra Baldursdóttir, Ingibjörg Viktoría Hafsteinsdóttir, Kristín Gúnda Vigfúsdóttir og Sólveig Ása Árnadóttir.

Ráðstefnan var vel sótt og áhugaverð, og ljóst er að sjúkraþjálfarar eru leiðandi í því faglega starfi sem unnið er hér á landi tengdu byltuvörnum.

Meðfylgjandi eru myndir af Sjúkraþjálfurum í pontu

20220922_11214720220922_13434520220922_15115320220922_143648