Dagur sjúkraþjálfunar 2022 í Smárabíói- ákall eftir ágripum, fræðsluerindum og veggspjöldum

Ráðstefnan verður haldin í Smárabíói þann 18. mars 2022

10.9.2021

Ráðstefnan verður haldin í Smárabíói þann 18. mars 2022

ATH: Skilafrestur ágripa hefur verið framlengdur út fsötudaginn 15. október nk. 

Í ljósi þess að Degi sjúkraþjálfunar hefur verið frestað tvö ár í röð út af einu hefur Framkvæmdanefnd og stjórn FS ákveðið að nýta tækifærið og gera breytingar á staðsetningu ráðstefnunnar. Dagur sjúkraþjálfunar verður haldin 18. mars 2022 í Smárabíói og ekki seinna vænna en að taka daginn frá, skutla í dagbækur og rauðmerkja í Gagna. 

Staðsetningin býður upp á að við hugsum út fyrir kassann, stokkum upp hefðum og nýtum sali eftir eigin höfði. Það er einnig viðbúið að félagsfólk sé með uppsafnað efni til að deila með stéttinni, en ekki síður uppafnaða þörf fyrir að hittast, skrafa og skála (við eigum jú eftir að fagna 80 ára afmæli félagsins).

Þess ber að geta að aðalfyrirlesarinn verður Paul Hodges sem átti að vera aðalfyrirlesarinn 2021. Í staðinn hélt hann rafrænan hádegisfyrirlestur fyrir félagsfólk á þeim sem hefði verið Dagur sjúkraþjálfunar 2021 og um 230 félagar fylgdust með í rauntíma og á upptöku. 

Því köllum við nú eftir ágripum, fræðsluerindum og veggspjöldum frá ykkur. Í fyrsta kasti þurfa ágrip ekki að vera fullmótuð en langt komin. Við viljum einnig fá ykkar hugmyndir, hvað viljið þið sjá á deginum? Hvað getið þið lagt til? 

Skilafrestur ágripa, fræðsluerinda og veggspjalda rennur út 30. september og við hvetjum ykkur eindregið til að senda ykkar hugmyndir inn á dagursjukra@gmail.com og afrit á steinunnso@bhm.is

Hér má nálgast frekari leiðbeiningar um uppsetningu ágripa

Framkvæmdanefnd um Dag sjúkraþjálfunar 2022