Dagur Sjúkraþjálfunar 2023

22.3.2023

Stærsta fagráðstefna Sjúkraþjálfunar á Íslandi fór fram 10. mars síðastliðinn. 

Kæru Félagar

Dagur Sjúkraþjálfunar fór fram í Smárabíói þann 10. mars síðastliðinn. Annað árið í röð var metþáttaka, en hátt í 400 manns voru skráðir á ráðstefnuna í ár! 

Gunnlaugur Már Briem formaður FS setti daginn og kynnti um leið nýtt heiðursmerkjakerfi sem tekið var upp í tilefni dagsins. 

9H2A3981Screenshot-2023-03-22-at-11.49.33
Dagskrá dagsins var fjölbreytt og áhugaverð, og að öðrum ólöstuðum voru ráðstefnugestir upp til hópa sammála um að erindi Guðmundar Felix Grétarsonar um ferlið sitt við að fá grædda á sig tvo handleggi og endurhæfingin eftir aðgerðina hafi staðið uppúr. Hér má sjá Guðmund Felix í pontu og standandi lófatak viðstaddra eftir að erindi hans lauk. 

9H2A4189SRS_5596

Pernille Thomsen kom til okkar frá Danmörku og fjallaði um lífeðlisfræðileg áhrif streitu og meðferðarnálgun sjúkraþjálfara, og Þorsteinn Guðmundsson fjallaði um húmor í víðu samhengi og hrissti vel uppí mannskapinum. Um er að ræða tvo frábæra fyrirlesara sem áttu gott erindi við okkar fólk. 

SRS_54359H2A4032

Stór og glæsileg vörusýning var í gangi allan daginn og nýtti okkar fólk sér hana til þaula. Þetta er frábært tækifæri fyrir fagfólk að kynna sér hvaða nýjungar eru í gangi hjá þeim fyrirtækjum sem sjúkraþjálfarar sækja sína þjónustu og vörur til. Eins og venjulega er stór hluti dagins fólginn í að sýna sig og sjá aðra, heilsa uppá gamla skólafélaga og ræða málin. 

SRS_5709SRS_5655SRS_5544SRS_5274

Í lok dags voru veittar viðurkenningar fyrir styrki úr vísindasjóð. í ár voru fjórir styrkir veittir. Unnur Sædís Jónsdóttir, Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir, Silja Rós Theodórsdóttir og Þorgerður Sigurðardóttir fengu úthlutaða styrki úr vísindasjóði að þessu sinni. 

20230310_162955Sólveig Steinunn Pálsdóttir fékk hvatningarverðlaun félagsins að þessu sinni, fyrir framlag sitt og elju við að koma Hreyfirás LSH á koppinn, Retro nýsköpun sem er til mikillar fyrirmyndar eins og Gunnlaugur Már formaður FS orðaði það við afhendingu viðurkenningunar

20230310_163242

Þá voru brons, silfur og gullmerki félagsins veitt í fyrsta skipti, en fyrir daginn hafði félagið látið útbúa barmmerki félagsins, bæði í lit og í þessum þremur heiðursútgáfum. Sú venjulega, í litum félagsins er fyrir alla félaga FS til að bera, og auðkenna sig þannig sem félagi. Bronsmerki félagisns fær hver sá sem líkur trúnaðarstörfum fyrir félagið, silfur merki sá sem á sérstakar þakkir skilið fyrir veigamikið framlag til fagsins eða félagsins og gullmerki sá sem á sinni starfsævi hefu runnið ómetanlegt starf fyrir fagið eða félagið. 

Þau sem fengu bronsmerki á deginum voru þau Anna Sólveig Smáradóttir, Margrét Sigurðardóttir, Gísli Vilhjálmur Konráðsson og Brynja Hjörleifsdóttir.20230310_163621
Silfurmerki félags sjúkraþjálfara hlutu þær Auður Ólafsdóttir og Bergþóra Baldursdóttir.

20230310_164027Og að lokum hlaut Unnur Pétursdóttir, fyrrum formaður FS fyrsta gullmerki félagsins

20230310_164243

Gunnlaugur formaður FS sleit svo deginum, en að lokinni fræðsludagská ráðstefnunnar var viðburðurinn Kvöld Sjúkraþjálfunar haldinn í annað sinn. Að þessu sinni var dagskráin á Ölver í Glæsibæ, og þar komu saman hátt í 150 sjúkraþjálfarar í mat og drykk, spurningakeppni og dansleik. Það var hópur frá Æfingastöðinni, sem notaði nafn eins æfingahóps stöðvarinnar "Ormaskopp" sem var hlutskarpast í skemmtilegri spurningakeppni sem tónlistarmaðurinn og skemmtikrafturinn Jónsi stýrði.

20230310_203212


Við viljum þakka ykkur öllum fyrir komuna, þökkum fyrirlesurum, veggspjaldasýnendum, fundarstjórum, aðilum í málstofum, sýnendum og öðru starfsfólki kærlega fyrir daginn. Við erum strax farin að skipuleggja næsta dag sjúkraþjálfunar, sem verður 10. maí 2024.