Dagur sjúkraþjálfunar 2024 - skráning er hafin

Dagskrá er fjölbreytt og spennandi að vanda

21.3.2024

Aðalfyrirlesari er Jo Gibson sérfræðingur í axlarendurhæfingu

Skráning er nú hafin á Dag sjúkraþjálfunar sem fram fer þann 3. maí nk. Þrátt fyrir hækkandi verðlag í samfélaginu er það einlægur vilji Félags sjúkraþjálfara að halda ráðstefnugjaldi niðri fyrir félaga. Það gleður okkur að tilkynna að ráðstefnugjaldið í ár er það sama og í fyrra, 17.000 ISK fyrir félagsfólk. Við minnum á að ráðstefnugjaldið er styrkhæft hjá Starfsmenntunarsjóði BHM og Starfsþróunarsetri Háskólamanna. 

Aðalfyrirlesarinn í ár er Jo Gibson sem hefur sérhæft sig í axlarkvillum og meðferð þeirra. Hún mun halda erindi sem ber heitið: Where are we going wrong? What really matters in shoulder pain?

Auk hennar fáum við lækna, sálfræðing og fjölmarga sjúkraþjálfara til að fræða okkur og ræða um hin ýmsu málefni yfir daginn, en ráðstefnan er að vanda frá morgni og fram á seinnipart dags. 

Dagskráin er birt hér með fyrirvara um breytingar, en okkur hlakkar mikið til að verja þessum degi með ykkur öllum, kollegum og öðrum góðum gestum. 

Skráning fer fram hér

Dagskrá má nálgast hér