Dagur sjúkraþjálfunar 2024

Ráðstefnan var haldin í Smárabíói þann 3. maí síðastliðinn

14.5.2024

Met þátttaka á ráðstefnunni var þriðja árið í röð

Dagur sjúkraþjálfunar 2024 var mjög vel heppnaður og hátt í 400 þátttakendur sóttu ráðstefnuna í ár. Sýningarsvæðið var fullbókað eins og fyrri ár, og færri fyrirtæki komust að en vildu. 

Gunnlaugur Már Briem formaður Félags sjúkraþjálfara setti daginn fyrir þéttsetnum sal sjúkraþjálfara og annarra góðra gesta. 

SRS_2402SRS_7773

Dagskráin fyrir hádegi var ekki af verri endanum. Aðalfyrirlesari dagsins var Jo Gibson sjúkraþjálfari og sérfræðingur í axlaendurhæfingu, sem hóf fræðsludagskránna með erindið: "Where are we going wrong? What really matters in shoulder pain?"

SRS_2638Á eftir Jo Gibson tók Fríða Brá Pálsdóttir sjúkraþjálfari við í pontu og fræddi ráðstefnugesti um niðurstöður mastersrannsóknar sinnar í erindinu: "Meðferðarsvörun: erfið reynsla í æsku og verkjameðferð".

SRS_2872
Eftir kaffihlé kom Jóhann Ingi Gunnarsson sálfræðingur með innlegg um hvernig við getum breytt viðhorfum og venjum okkar til að hámarka árangur okkar þegar máli skiptir. 

SRS_2891 Sem síðasta erindi fyrir hádegismat kom Berglind Gunnarsdóttir læknir og sagði gestum frá endurhæfingarsögu sinni eftir C4-C5 hálsmænuskaða. Hvernig hún fór frá því að vera lömuð frá hálsi og í að læra að ganga, synda og skíða á ný. 

SRS_3006

Eftir hádegishlé voru erindi í fjórum mismunandi sölum þar sem sjúkraþjálfarar af öllu landinu fóru ýmist yfir rannsóknarniðurstöður, héldu fræðsluerindi eða sögðu frá þjónustuleiðum sem hafa vakið athygli. 

Eftir seinna kaffihlé sameinuðust gestir loks í einum sal á ný og Þorvaldur Skúli Pálsson fjallaði um sína sýn og reynslu frá Danmörk í erindinu "Breytingar á heilbrigðisþjónustu framtíðarinnar - Hvert verður hlutverk sjúkraþjálfunar?"

SRS_8246

Í lok dags voru veittar viðurkenningar að vanda ásamt því að styrkir voru veittir úr Vísindasjóði Félags sjúkraþjálfara. Hér eru nöfn þeirra sem hlutu viðurkenningar eða styrki á Degi sjúkraþjálfunar í ár. 

Gullmerki félagsins fá þau sem á sinni starfsævi hafa unnið ómetanlegt starf fyrir fagið eða félagið.

Í ár hlaut Sara Hafsteinsdóttir gullmerki Félags sjúkraþjálfara


SRS_8459

SRS_8466

Silfurmerki félagsins fá þau sem eiga sérstakar þakkir skilið fyrir veigamikið framlag til fagsins eða félagsins.

Í ár hlutu Dr. Ólöf Ragna Ámundadóttir og Dr. Þórarinn Sveinsson silfurmerki Félags sjúkraþjálfara


SRS_8432

SRS_8442

SRS_8451


Bronsmerki félagsins hljóta þau sem hafa fengið sérfræðiviðurkenningu í sjúkraþjálfun frá síðustu afhendingu barmmerkja. Í ár hlutu þessir sjúkraþjálfarar bronsmerki Félags sjúkraþjálfara eftir að hafa fengið sérfræðiviðurkenningu og til hliðar er heiti þeirra sérfræðileyfis:

Þorsteinn Ingvarsson, Greining og meðferð stoðkerfis "manual therapy"
Hildur Guðný Ásgeirsdóttir, Heilsugæsla, heilsuefling og vinnuvernd
Haukur Már Sveinsson, Íþróttasjúkraþjálfun
Magnús Birkir Hilmarsson, Íþróttasjúkraþjálfun
Stefán Hafþór Stefánsson, Íþróttasjúkraþjálfun
Hólmfríður H. Sigurðardóttir, Öldrunarsjúkraþjálfun
Björk Gunnarsdóttir, Barnasjúkraþjálfun

SRS_8408

Í ár veitti Vísindasjóður Félags sjúkraþjálfara fjórum sjúkraþjálfurum styrki, en það voru:

Harpa Ragnarsdóttir fyrir verkefnið "Telehealth versus „Treatment as Usual“ for Patients with Whiplash-Associated Disorders. A Randomized Controlled Trial."

Jóhanna Katrín Kristjánsdóttir fyrir verkefnið "Endurhæfing, hreyfing og heilsutengd lífsgæði einstaklinga með kransæðasjúkdóm."

Kári Árnason fyrir verkefnið "Tengsl styrks og kraftmyndunar í neðri útlimum og bol og álagsmeiðsla í öxl hjá handboltaleikmönnum."

Ragnheiður Harpa Árnadóttir fyrir verkefnið "Afdrif fólks í kjölfar aflimunar vegna útæðasjúkdóms og/eða sykursýki hérlendis árin 2010-2019."

SRS_8391

Félag sjúkraþjálfara þakkar sýnendum og þátttakendum kærlega fyrir, og ekki síðri þakkir fá öll þau fjölmörgu sem héldu fyrirlestra eða kynntu veggspjöld sín yfir daginn. 

Við þökkum einnig framkvæmdanefnd um Dag sjúkraþjálfunar 2024 fyrir sitt framlag. Með samhentu átaki allra þessara aðila, starfsfólki og ráðstefnuskrifstofunni KOMUM getum við svo sannarlega gengið sátt frá borði eftir gríðarlega vel heppnaða ráðstefnu. 

Framkvæmdanefnd um Dag sjúkraþjálfunar 2024 skipuðu:

Birna Ósk Aradóttir
Guðný Björg Björnsdóttir
Kristinn Magnússon
Jón Gunnar Þorsteinsson
Sylvía Spilliaert

SRS_8422

Verkefnastjóri Dags sjúkraþjálfunar 2024 er
Steinunn S. Þ. Ólafardóttir


Fleiri myndir af Degi sjúkraþjálfunar má nálgast á Facebook síðu félagsins: