Dagur sjúkraþjálfunar 2025
Dagur sjúkraþjálfunar 2025 verður haldinn þann 9.maí næstkomandi í Smárabíói.
Dagur sjúkraþjálfunar er stærsta fagráðstefna sjúkraþjálfunar á Íslandi og hefur verið gríðarlega vel sóttur síðastliðin ár. Þar gefst fólki tækifæri til að hlýða á sjúkraþjálfara sem eru meðal fremstu fræðimanna og fyrirlesara á heimsvísu og einnig okkar öflugasta fólk á sviði sjúkraþjálfunar og endurhæfingar á Íslandi.
Við hvetjum félagsfólk til að skrá sig tímanlega og vekjum athygli á að verð hækka þann 1.maí næstkomandi
Verð í snemmaskráningu (early bird):
- Félagsfólk 17.000 kr.
- Utanfélags 31.000 kr.
- Ellilífeyrisþegar 12.000 kr.
Við erum einkar stolt af dagskrá dagsins í ár þar sem á meðal erinda eru Dr Alison Grimaldi (Gluteal tendinopathy – an update on evidence based assessment and management strategies) og Ashley James CSP (Artificial Intelligence in Healthcare) ásamt fjölda annarra frábærra erinda sem hægt er að nálgast nánari upplýsingar um á heimasíðu dagsins
Dagursjúkraþjálfunar – Fagráðstefna sjúkraþjálfunar á Íslandi