DAGUR SJÚKRAÞJÁLFUNAR 2025 - SNEMMSKRÁNINGAR GJALD TIL MIÐNÆTTIS 1. MAÍ
Við hvetjum félagsfólk til að skrá sig tímanlega og hlökkum til að að sjá ykkur öll þann 9. maí næstkomandi.
Snemmskráningu lýkur á miðnætti 1.maí (fimmtudagur) og mun þá verð hækka, en áfram verður hægt að skrá sig.
Félag sjúkraþjálfara býður þig velkomin á Dag sjúkraþjálfunar 2025. Dagurinn verður haldinn þann 9. maí í Smárabíói líkt og síðustu ár.
Dagur sjúkraþjálfunar er stærsta fagráðstefna sjúkraþjálfunar á Íslandi. Þar gefst félagsfólki tækifæri til að afla og miðla þekkingu um þau mál og áskoranir sem við stöndum frammi fyrir, og á sama tíma að efla og mynda fagleg og félagsleg tengsl.
Dagurinn hefur verið gríðarlega vel sóttur síðastliðin ár sem ber merki um mikinn faglegan metnað stéttarinnar, og erum við stolt af þeirri frábæru dagskrá sem boðið verður upp á nú 2025
Við hvetjum félagsfólk til að skrá sig tímanlega og hlökkum til að að sjá ykkur öll þann 9. maí næstkomandi.
Snemmskráningu lýkur á miðnætti 1.maí (fimmtudagur) og mun þá verð hækka, en áfram verður hægt að skrá sig.
Skráning á daginn í meðfylgjandi hlekk: Dagur sjúkraþálfunar 2025 - Þátttakandi
Þeir sem greiða í Starfsþróunarsetur Háskólamanna geta sótt um styrk fyrir öllu námskeiðsgjaldinu hjá Starfsþróunarsetri Háskólamanna : Starfsþróunarsetur - BHM
DAGSKRÁ OG FREKARI UPPLÝSINGAR Á : Dagur sjúkraþjálfunar – Fagráðstefna sjúkraþjálfunar á Íslandi