Dómsorð vegna deilu sjúkraþjálfara og Sjúkratrygginga

Sjúkraþjálfarar unnu málið

20.12.2019

Sjúkraþjálfarar unnu málið

Niðurstaða gerðardóms í deilu sjúkraþjálfara við Sjúkratryggingar Íslands um gildistíma rammasamnings var birt í dag, þann 20. desember 2019. Dómsorðið er:

“Aðilum rammasamnings Sjúkratrygginga Íslands og sjúkraþjálfara sem undirritaður var 13. febrúar 2014 er óskylt að fara eftir ákvæðum samningsins frá og með mánudeginum 12. janúar nk.”

Þetta þýðir að sjúkraþjálfarar unnu málið og er ekki skylt að starfa eftir útrunnum samningi eftir 12. janúar 2020.

Úrskurðarorð gerðardóms:  Gerdardomur-SI-g-FS-20-12-2019 


Til hamingju sjúkraþjálfarar með niðurstöðu gerðadóms!

Við þökkum frábæra samstöðu og óskum ykkur gleðilegra jóla.

Samninganefnd sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara