Til hamingju með alþjóðadag sjúkraþjálfunar, 8. September!

Alþjóðadagur Sjúkraþjálfunar, 8. september 2022

8.9.2022

Þema dagsins í ár er Slitgigt.

Til hamingju með alþjóðadag sjúkraþjálfunar, 8. September!

Í dag fagna sjúkraþjálfarar um heim allan alþjóðadegi sjúkraþjálfunar. Heimssamband sjúkraþjálfara setti líkt og fyrri ár fram þema fyrir daginn sem að þessu sinni var slitgigt. Heimssambandið lét útbúa mikið magn af fræðsluefni sem aðildarfélögum stóð til boða að þýða yfir á sitt tungumál og stóð félagið fyrir því að efnið yrði þýtt yfir á íslensku og aðgengilegt okkar félagsfólki. Efnið verður aðgengilegt til frambúðar á síðu heimssambandins, hér

Í tilefni dagsins fór Gunnlaugur Már Briem formaður félagsins í viðtal hjá mbl.is þar sem snemmtæk íhlutun og aðkoma sjúkraþjálfara að meðferð við slitgigt var rædd.

Auk þess skrifaði Gun

nar Viktorsson sjúkraþjálfari pistil um „ besta lyfið við slitgigt “, að sjálfsögðu þjálfun og hreyfing.

Fyrr í vikunni hafði Sólveig Ása Árnadóttir prófessor í sjúkraþjálfun komið í mannlega þáttinn á Rás 1 að ræða um hreyfingu aldraðra og um alþjóða daginn í því samhengi.

Sjúkraþjálfarar hafa verið áberandi í umræðunni síðustu misseri og tekið frumkvæði í fræðslu til almennings sem hvaða stétt sem er gæti verið stolt af. Sjúkraþjálfarar eru sérfræðingar í stoðkerfinu, hreyfingu og þjálfun fólks á öllum aldri og allri getu og við megum ekki að vera feimin við að deila okkar sérfræðiþekkingu, almenningi til hagsbóta.

Við óskum sjúkraþjálfurum öllum innilega til hamingju með daginn.

Félag sjúkraþjálfara