Endurgreiðslureglugerð framlengd til 31. des - bráðameðferðir falla út

30.10.2020

Eftir ítrekaðar tilraunir barst félaginu svar í morgun varðandi framlengingu endurgreiðslureglugerðar

Eftir mikla eftirgangsmuni hefur félaginu loksins borist þetta svar frá Heilbrigðisráðuneytinu er varðar endurgreiðslureglugerð vegna sjúkraþjálfunar:

„Reglugerðin verður framlengd með einni breytingu og mun gilda til 31. desember n.k. Hún verður send í flýtibirtingu í Stjórnartíðindum fyrir hádegi í dag [Innskot: 30.10.20].

Breytingin felur í sér að sett verða skilyrði fyrir endurgreiðslu SÍ um að fyrir liggi skrifleg beiðni frá lækni eða sjúkraþjálfara á heilsugæslustöð þar sem fram kæmi sjúkdómsgreining.

Með þeirri undantekningu að þeir þjálfarar sem starfa samkvæmt samningi við SÍ verður áfram heimilt að veita bráðameðferð, allt að 6 skiptum á 12 mánaða tímabili.“

Félagið hefur nú þegar mótmælt þessu breytinum sem gerðar eru varðandi bráðameðferðir.

Með kveðju,
Unnur Pétursdóttir
Form. FS

----------------------------------

Uppfært dags. 3.11.2020:

Hér má sjá upprunalegu endurgreiðslureglugerðina og síðan þær framlengingar/breytingar sem gerðar hafa verið á henni, nú síðast 30. okt 2020:

https://www.reglugerd.is/reglugerdir/eftir-raduneytum/hrn/nr/1364-2019

Ath að það er setningin í 4 mgr: “Þó er heimilt að víkja frá þessu skilyrði vegna bráða­meðferðar, sem nemur allt að 6 skiptum á 12 mánaða tímabili.” … sem fellur út.