Endurnýjun á endurgreiðslureglugerð

Breyting á 1. málsgrein 4. greinar

6.2.2023

Nýlega birti heilbrigðisráðuneytið endurnýjaða reglugerð um endurgreiðslu kostnaðar vegna þjónustu sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara sem starfa án samnings við Sjúkratryggingar og hefur hún tekið gildi. Reglugerðin var birt föstudaginn 27.janúar.

Í reglugerðinni var gerð efnisleg breyting, þar sem1. málsgrein 4. greinar verður hér eftir svohljóðandi: 

Forsenda fyrir endurgreiðslu Sjúkratrygginga Íslands er að fyrir liggi skrifleg beiðni frá lækni eða sjúkraþjálfara á heilsugæslustöð þar sem fram kemur sjúkdómsgreining. Þó er heimilt að víkja frá þessu skilyrði vegna meðferðar hjá sjúkraþjálfara sem nemur allt að sex skiptum á einu ári.

Þetta þýðir það að nú geta skjólstæðingar leitað þjónustu sjúkraþjálfunar í altl að 6 skipti á ári án þess að hafa beiðni frá lækni, og njóta samt endurgreiðslu sjúkratrygginga. Þetta ákvæði kemur nú aftur inn í reglugerðina en það var tekið út í ráðherratíð Svandísar Svavarsdóttur árið 2020. Stjórn Félags Sjúkraþjálfara fagnar þessum breytingum og telur það til mikilla hagsbóta fyrir öll þau sem leita þurfa þjónustu sjúkraþjalfara, auk þess að létta álagi á heilsugæslustöðvum landsins.

Ekki voru gerðar aðrar efnislegar breytingar að þessu sinni og gildir reglugerðin til 15. Maí 2023. Reglugerðina má sjá í heild sinni á síðu stjórnartíðinda